11127561_10152903494798727_1456707099887027156_o-683x1024Bára Kristinsdóttir sýnir nú í Kubbnum, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, ljósmynda- og vídeóverkið Verkstæðið.

Verkið gefur innsýn í líf tveggja eldri manna á nælonhúðunar verkstæði í útjaðri Reykjavíkur á síðustu tveimur árum. Áður voru á vinnustaðnum blómleg viðskipti þar sem unnið var handvirkt upp á gamla mátann. Nútímatækni hóf hins vegar aldrei innreið sína í fyrirtækið og sá tími er kominn að handbragð þeirra er ekki lengur eftirsótt. Einungis eigandinn og einn starfsmaður eru eftir. Fyrirtækið þarf því að lúta í lægra haldi fyrir kínverskri verksmiðjuframleiðslu sem yfirtekið hefur markaðinn.

Sýningin opnaði 23. apríl og stendur til 24. júní.

Ítarlegri upplýsingar er að finna á síðu safnsins: http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/kubburinn-bara-kristinsdottir-verkstaedid/