Charlotta María Hauksdóttir er ljósmyndari sem býr og starfar í Palo Alto í Kaliforníu. Hún útskrifaðist með MFA gráðu í ljósmyndun frá San Francisco Art Institute árið 2004, og BA í ljósmyndun frá Istituto Europeo di Design í Róm árið 1997.
Charlotta hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og verið með einkasýningar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ljósmyndir hennar hafa verið sýndar nýlega í Listasafni Árnesinga, Hveragerði, The New CPAC: Colorado Photographic Arts Center í Denver, Kóloradó, Berkeley Art Center í Kaliforníu, Lunch Box Gallery í Miami, Flórída, Pacific Art League í Kaliforníu sem og í Jones Gallery í Long Beach, Kaliforníu. Nýverið er uppi sýningin “Bergmál” í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Verk hennar má finna í einka- og fyrirtækjasöfnum sem og almenningssöfnum og hafa einnig birst í fjölda tímarita og bóka.
Frekari upplýsingar um Charlottu Maríu má fá hér www.charlottamh.net