Skip to main content

Stefnumót við Einar Fal í Gerðubergi

Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20 er á dagskrá mánaðarlegt stefnumótakaffi í Gerðubergi. Á þessum kvöldum eiga gestir stefnumót við fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, gjarnan af framandi menningarsvæðum. Að þessu sinni mun Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segja frá ferðalögum sínum um heiminn í máli og myndum. Einar mun ræða um það hversu mikilvægt […]

Panora – fyrirlestraröð í Listasafni Ísl

Laugardaginn 3. mars hófst fyrirlestraröðin Panora – Listir, náttúra og stjórnmál, en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar dagana 2. mars – 6. maí. Á Panora verða fjölþætt tengsl myndlistar náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti vakið almenning til vitundar um umhverfismál og þá hvernig. […]

Einar Falur Ingólfsson sýnir í ASÍ

Skjól, sýning Einars Fals Ingólfssonar, opnar í Listasafni ASÍ á laugardaginn kemur, 10. mars, klukkan 15.00. Á sýningunni eru þrjár tengdar ljósmyndaraðir. Í Arinstofu eru Skjól, Griðastaðir í Ásmundarsal og Svörður í Gryfju. Öll verkin eru frá síðustu fjórum árum og þróðuðust sem persónuleg viðbrögð við bankahruni og aðstæðum tengdum því. Íslenskt hugvit og íslensk […]

Ljósmyndadagar

Ljósmyndadagar fara fram 9. – 12. febrúar og verður fjölbreytt dagskrá í boði.  Ljósmyndasýningar verða settar upp í miðbænum eins og á Lækjartorgi, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbíói og Sundhöll Reykjavíkur. Ljósmyndasýning í boði ljósmyndahátíðarinnar Voies Off, sem haldin er í Arles í Frakklandi, verður á Kex hostel og mun listrænn stjórnandi hennar Christophe Laloi opna sýninguna. […]

Bergmál / Echo

Í Bergmáli, sem nú er til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, bræðast saman verk tveggja kvenna; Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen. Sonja kemur frá Bandaríkjunum en þær námu báðar við San Francisco Art Institute og útskrifuðust samtímis árið 2004. „Viðfangsefnið er tíminn og endurbirting hins liðna og má segja að titillinn vísi ekki aðeins til […]

Equivocal eftir Katrínu Elvarsdóttur

Í ljósmyndaröðinni Equivocal eru sagðar margar samhliða sögur. Heimilið er griðarstaður leyndardóma þar sem angurvær stemmning ríkir í hversdagslegri en óraunverulegri kyrrð. Myndirnar eru teknar á Íslandi og Ítalíu, Ungverjalandi og Póllandi en virðast frá landi sem ljósmyndarinn hefur uppgötvað handan við forhengi raunveruleikans. Katrín Elvarsdóttir (f. 1964) útskrifaðist með BFA gráðu í ljósmyndun frá […]

Án vegabréfs – Ferðasögur eftir Einar Fa

Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnarverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt […]