Skip to main content

Rökkur – Nuit des images

Rökkur er skyggnusýning sett saman af Katrínu Elvarsdóttur með myndum frá 7 meðlimum FÍSL: Spessa, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Einari Fal Ingólfssyni, Báru Kristinsdóttur, Katrínu Elvarsdóttur og Pétri Thomsen. Rökkur sendir áhorfandann í leyndardómsfullt ferðalag um íslenska sveit þar sem náttúran mætir hinu manngerða. Sýning myndanna fer fram laugardaginn 27. júní á Nuit des images í […]

Enginn staður í Hafnarborg

13. júní opnaði sýningin Enginn staður í Hafnarborg. Hún samanstendur af verkum átta listamanna sem allir beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Þau eru Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Stuart Richardson og eiga það öll sameiginlegt að nota ljósmyndina sem miðil. Sýningarstjórar eru […]

Warsaw Festival of Art Photography 2015

Félag íslenskra samtímaljósmyndara tekur þátt í risavaxinni ljósmyndahátíð í Varsjá, Póllandi. Síðastliðinn föstudag, 15. maí, hófst Warsaw Festival of Art Photography með pompi og prakt. FÍSL er aðalsamstarfsaðili hátíðarinnar þetta árið og sýna tíu fulltrúar Íslands verk sín á sex sýningum í galleríum í hinni sögufrægu borg. Inga Sólveig Friðjónsdóttir, formaður FÍSL, Spessi, Bjargey Ólafsdóttir […]

FÍSL er gestur Warsaw Festival of Art Ph

Þann 15. maí verður Warsaw Festival of Art Photography haldin í áttunda skipti og í þetta sinn er Ísland heiðursgestur hátíðarinnar. Tíu íslenskar ljósmyndarar sýna á hátíðinni, í þremur samsýningar og þremur einkasýningum. Samsýning Péturs Thomsen, Ingu Sólveigar Fridjónsdóttur, Spessa, Ingvars Högna Ragnarssonar, Einars Fals Ingólfssonar og Bjargeyjar Ólafsdóttur á landslagsmyndum, Relooking – Icelandic Landscape […]

Betur sjá augu – Sýning í Þjóðminjasafni

Ljósmyndun íslenskra kvenna er umfjöllunarefni sýningarinnar Betur sjá augu sem opnar samtímis í Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni verður að finna myndir íslenskra kvenljósmyndara frá seinni hluta 19. aldar til nútímans. Sýningin og bókin sem kemur út samhliða sýningunni, Betur sjá augu – ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013, byggja á rannsókn sem bæði söfnin […]

FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures f

Á fimmtudaginn opnar sýningin FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures from Iceland í Gallery Hippolyte í Helsinki. Sýnendur eru Katrín Elvarsdóttir, Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Spessi og Pétur Thomsen. Um sýninguna segir meðal annars að í henni verði fjallað íslenskt landslag á nýjan hátt en hin klassíska framsetning á því látin […]

Ljós norðursins / The Nordic Light

  Í tengslum við mánuð ljósmyndunar í Evrópu efnir The Gallery Swedish Photography ásamt norrænu sendiráðunum í Berlín til pallborðsumræðna um “Nordic Photography” eða norræna ljósmyndun. Katrín Elvarsdóttir tekur þátt í umræðunum ásamt Joakim Eskildsen (Danmörk), Riitta Päiväläinen, (Finnland) Nina Strand, (Noregur) Lars Tunbjörk, (Svíþjóð). Ljósið í norðrinu og áhrif þess á ljósmyndara á Norðurlöndunum […]

Katrín Elvarsdóttir sýnir á Voies Off í

Á laugardaginn næstkomandi, þann 7. júlí, sýnir Katrín Elvarsdóttir verk sitt Of This World á Vois Off ljósmyndahátíðinni. Hún fer fram samhliða Arles-hátíðinni og mætti kalla hana alternatífa litla bróður hennar. Sýnir Katrín ásamt rúmlega 30 listamönnum frá Norðurlöndunum en bera Elina Heikka & Anna-Kaisa Rastenberger frá Ljósmyndasafni Finnlands (The Finnish Museum of Photography) ábyrgð […]