Skip to main content

Rás í Hafnarborg

English below. Í Hafnarborg stendur myndlistarsýningin Rás yfir. Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir en hugmynd hennar að sýningunni var valin úr innsendum tillögum síðastliðið haust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu í safninu 2014. Á sýningunni eru ný verk eftir myndlistarmennina Daníel Magnússon, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur. […]

Inner and Outer Landscapes

Síðastliðinn föstudag opnaði sýningin Inner and Outer Landscapes eða Innra og ytra landslag í Fotografisk Center í Kaupmannahöfn með ljósmyndum eftir unga listamenn frá Norðurlöndunum. Allir skoða þeir landslagið á mismunandi hátt, hvort sem um er að ræða borgarlandslag, landslag sem rómantíska hugmynd, landslag í listasögulegu samhengi eða á enn annan máta en Ingvar Högni […]

Framliðnir fiskar / The Dead Fish Collec

Föstudaginn 5. júní opnar Rúnar Gunnarsson sýningu sína Framliðnir fiskar í nýjum húsakynnum Gallery Bakarí að Skólavörðustíg 40. Fólk og fylgihlutir eru velkomnir milli 17 og 19. Hér er hægt að skoða verk Rúnars: www.flickr.com/photos/runargunn Hér er að finna síðu Gallery Bakarís: www.facebook.com/gallerybakari / On Friday the 5th of June Rúnar Gunnarsson’s exhibition The Dead […]

Friðgeir Helgason með einkasýningu í Sco

Friðgeir Helgason verður með einkasýningu í Scott Edwards Gallery á hinni virtu ljósmyndahátíð Photo Nola í New Orleans. http://photonola.org/event/scott-edwards-gallery/ Sýningin opnar 14. desember og stendur til 5. apríl. Friðgeir sýnir verkefnið da parish – photographs of the st. bernard parish in louisiana Hér er hlekkur á heimasíðu Friðgeirs http://www.fridgeirhelgason.com/

FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures f

Á fimmtudaginn opnar sýningin FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures from Iceland í Gallery Hippolyte í Helsinki. Sýnendur eru Katrín Elvarsdóttir, Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Spessi og Pétur Thomsen. Um sýninguna segir meðal annars að í henni verði fjallað íslenskt landslag á nýjan hátt en hin klassíska framsetning á því látin […]

Nafnlaus hestur á Listahátíð

Spessi sýnir verkið Nafnlaus hestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Listahátíð. Verkið samanstendur af portrettmyndum af mótorhjólaköppum sem Spessi tók á tímabilinu 2011 – 2012 í nokkrum fátækustu ríkjum Bandaríkjanna: Kansas, Arkansas, Tennessee, Mississippi, og Louisiana. „Sýningin er öðrum þræði eins konar dagbók um ferðalög mín í félagsskap þeirra, um vinina sem ég eignaðist og allt […]

Sögustaðir í New York

Sýning Einars Fals Ingólfssonar Sögustaðir eða Saga Sites í Scandinavia House í New York hefur hlotið lofsamlega gagnrýni miðla vestanhafs. Í verkinu teflir Einar Falur saman vatnslitamyndum sem W. G. Collingwood vann á Íslandi árið 1897 og eigin ljósmyndum sem hann tók á árunum 2007-2009. Er þessi sýning stærri útgáfa af þeirri sem var sett […]

Charlotta Hauksdóttir sýnir á Voies Off

Laugardaginn næstkomandi sýnir Charlotta Hauksdóttir verk sitt Outlook, sem hún sýndi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í vetur, á Voies Off ljósmyndahátíðinni. Eins og áður sagði sýnir hún þar ásamt Katrínu Elvarsdóttur og tugum annarra listamanna frá Norðurlöndunum. Sýningin fer fram í Cour de l’Archevêché, Place de la République kl. 22.30, laugardaginn 7. júlí. Nánari upplýsingar hér: www.voies-off.com […]