Samsýning Félags Íslenskra samtímaljósmyndara í Miklagarði á Höfn. Á sýningunni verða nýleg verk ásamt verkum í vinnslu eftir 22 ljósmyndara í FÍSL og því frábært tækifæri til að sjá hvað er að gerast í íslenskri samtímaljósmynun í dag. Á opnuninni munu Biggi Hilmars og María Kjartans flytja nokkur lög af plötu sinni sem væntanleg er síðar í sumar en María á auk þess verk á sýningunni.

Listamennirnir sem eiga verk á FÍSL2017 eru: Anna Elín Svavarsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir, Bragi Þór Jósefsson, Charlotta María Hauksdóttir, David Barreiro, Einar Falur Ingólfsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Sigga Ella, Heiða Helgadóttir, Skúta, Inga Sólveig, Ingvar Högni Ragnarsson, Jóna Þorvaldsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Kristín Hauksdóttir, María Kjartans, María Kristín Steinsson, Rúnar Gunnarsson, Sigurður Mar, Spessi, Vigdís Viggósdóttir og Þórdís Erla Ágústsdóttir.

FÍSL2017 verður opin til 13. ágúst.