10931426_10153393693069255_1048302922073640865_nÞann 30. maí opnar Spessi sýningu sína Matur, fólk & pósthús í Listamenn Gallerí, Skúlagötu 32. Myndirnar teru teknar á Fogo Island við Nýfundnaland á austurströnd Kanada.

Elísabet Gunnarsdóttir, stofnandi og fyrsti stjórnandi Fogo Island Arts, segir um verkið: „Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild. …Þetta fólk hefur lifað kynslóð fram af kynslóð í nánum tengslum við náttúruna, líf þess snýst um að verja sig gegn veðrinu, fjölga sér og sækja sér í soðið. …Þau eru frumlega venjuleg. Þau eru náttúran sjálf.“

Sýningin stendur til 18. júní.