1911022_509865319148828_3441978850574182430_oEnglish below.

Í Hafnarborg stendur myndlistarsýningin Rás yfir. Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir en hugmynd hennar að sýningunni var valin úr innsendum tillögum síðastliðið haust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu í safninu 2014.
Á sýningunni eru ný verk eftir myndlistarmennina Daníel Magnússon, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur.
Um sýninguna segir: „Á sýningunni
Rás er teflt saman verkum áhugaverðra listamanna sem þekktir eru fyrir að gera huglægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt. Hér eru á ferðinni reyndir listamenn sem í gegnum tíðina hafa hvert og eitt þróað og mótað persónulega fagurfræði sem er í senn auðþekkjanleg, fínleg og kraftmikil.“

Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur, meðal annars í dómi Önnu Jóu í Morgunblaðinu.

Rás stendur til 19. október en safnið er opið alla daga nema þriðjudaga. Sunnudaginn 12. október verður sýningarstjórinn með spjall klukkan 15. Frekari upplýsingar má finna á síðu Hafnarborgar: http://hafnarborg.is/exhibition/haustsyning-2014-ras/

/

The exhibition Rás in Hafnarborg was curated by Helga Þórsdóttir and includes works by the artists Daníel Magnússon, Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur andÞóru Sigurðardóttur.
Helga’s idea for the exhibition was selected by the museum from
proposals sent in by curators with suggestions for the museum’s fall programme.

The exhibition has been well received and on Sunday the 12. of October Helga Þórsdóttir will have a curator’s talk at 15.00. The museum is open every day from 12-17 except Tuesdays. More information to be found here: http://hafnarborg.is/exhibition/haustsyning-2014-ras/