Skip to main content

Iceland Defence Force – bók og sýning

Mannlaus herstöð á Miðnesheiði, framandi amerískt þorp á Íslandi. Bragi Þór Jósefsson myndaði varnarliðssvæðið eftir að bandaríski herinn fór af landi brott árið 2006 eftir 55 ára veru en áður en Íslendingar tóku við svæðinu og gæddu það nýju en öðruvísi lífi. Nú stendur yfir sýningin Varnarliðið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með myndum Braga en samhliða […]

Stefnumót við Einar Fal í Gerðubergi

Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20 er á dagskrá mánaðarlegt stefnumótakaffi í Gerðubergi. Á þessum kvöldum eiga gestir stefnumót við fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, gjarnan af framandi menningarsvæðum. Að þessu sinni mun Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segja frá ferðalögum sínum um heiminn í máli og myndum. Einar mun ræða um það hversu mikilvægt […]

Equivocal eftir Katrínu Elvarsdóttur

Í ljósmyndaröðinni Equivocal eru sagðar margar samhliða sögur. Heimilið er griðarstaður leyndardóma þar sem angurvær stemmning ríkir í hversdagslegri en óraunverulegri kyrrð. Myndirnar eru teknar á Íslandi og Ítalíu, Ungverjalandi og Póllandi en virðast frá landi sem ljósmyndarinn hefur uppgötvað handan við forhengi raunveruleikans. Katrín Elvarsdóttir (f. 1964) útskrifaðist með BFA gráðu í ljósmyndun frá […]

Án vegabréfs – Ferðasögur eftir Einar Fa

Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnarverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt […]

Ný náttúra / Frontiers of Another Nature

Í fyrsta sinn er hér safnað saman á eina bók myndum sem segja sögu íslenskrar landslagsljósmyndunar síðustu eina og hálfa öld. Með innsæi og skopskyn að leiðarljósi teflir ljósmynda- fræðingurinn Celina Lunsfordsaman verkum 50 íslenskra ljósmyndara og skapar kraftmikla og áræðna blöndu. Ísland er í augum heimsins „land landslagsins“. Náttúruljósmyndun samtímans snýst hins vegar ekki […]