Ég bý og starfa á höfuðborgarsvæðinu. Lærði ljósmyndun í Svíþjóð og starfaði lengi sem iðnaðar- og auglýsingaljósmyndari í Reykjavík. Ég hélt þó reglulega í gegnum tíðina sýningar á mínum persónulegu ljósmyndum. Hélt mína fyrstu einkasýningu í Gallerí Sævars Karls árið 1985 og hef síðan haft eikasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Má þar nefna sýninguna “Heitir reitir” einkasýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 2005. “Umhverfi bróður míns” einkasýning í Gallerí Anima 2006. “ Stilla” Salur Íslenskrar grafíkur 2010. Nú síðast samsýning í Frankfurt í tilefni bókamessunnar. Ég er stofnfélgi FÍSL, Félagi Íslenskra samtímaljósmyndara. Þessa dagana vinn ég að verkefni sem ber vinnuheitið “Get ég gert eitthvað fyrir þig”. Það fjallar um nálgun okkar við nánasta umhverfi okkar; Ísland.
Myndin á plakatinu er tekin í gömlu gróðurhúsi við Kleppjárnsreyki að haustlagi. Hún er partur af seríunni “Heitir reitir” Þar vildi ég gægjast inn í heillandi heim gróðurhúsanna sem eru svo framandi, nokkurskonar útlönd í íslenskri sveit
Frekari upplýsingar um Báru og verk hennar er að finna hér www.baraljos.is
Myndir af Grandanum, mínu nánasta vinnu umhverfi.