Ívar Brynjólfsson lauk BFA gráðu frá ljósmyndadeild San Fransisco Art Institute árið 1988 – hann hefir haldið ýmsar einkasýningar – m.a. í  i8 – Gallerí 11 og Nýlistasafni – hann hefir unnið að eigin skrásetningar verkefnum á íslenskum samtíma – í tengslum við það gaf hann út bókarlíkið “Specimina Commercii” – einnig hefir hann unnið að óhlutbundnum ljósmyndum í rannsókn á möguleikum miðilsins.  Myndir þær sem eru tengdar þessu verkefni eru tilraunir hans til að kallast á við löngun sína í að vera alvöru fjalla karl – en þar sem hann er sannkallað borgarbarn þá notast hann við snjóhrúgur í hans nánasta umhverfi til að fullnægja löngun hans til íshella rannsókna.

Fleiri myndir eftir Ívar Brynjólfsson