Viðfangsefni sýningarinnar Horft eru áhorfendur viðburða og atburða. Hlutverkinu er snúið við og horft á áhorfandann. Í byrjun leitaðist ég við að ná algleymi upplifunarinnar, þar sem áhorfandinn er bergnuminn við áhorf. Það reyndist þröngur og takmarkandi rammi og því var fleiri augnablikum hleypt að. Ég beindi sjónum að hinum óljósu mörkum áhorfs og þátttöku, að ferðalaginu sem getur hafist í fjarlægu áhorfi en endað í villtum dansi, trylltu víkingaklappi eða kröftugum mótmælum.

Á sýningunni Horft má sjá m.a. myndir frá brunanum í Fönn 2014, Drangeyjar Music Festival 2015 bjórsmökkun við Sundahöfn 2016, Druslugöngunni 2019 og hvalreka í Eiðisvík 2019.

Kristín lauk MFA-prófi í myndlist frá Pratt Institute, New York í Bandaríkjunum árið 1995. Hún hefur haldið einskasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Undanfarin ár hefur Kristín starfað við Ljósmyndasafn Reykjavíkur jafnframt því að vinna við myndlist.
Verið velkomin við opnun.

The subjects of the exhibition Watched are spectators and observers of events. The conventional roles are reversed, and the focus is on the watcher, not the watched. Initially I set out to capture the transcendence of the experience, when the observer is utterly mesmerised by what they see. That turned out to be an unnecessarily narrow and restrictive framework, and so I allowed other moments to be included. I turned my attention to the intangible boundary between watching and participation – when a journey that began in looking on from afar culminates in a wild dance, or raucous Viking clapping, or a powerful act of protest.

Watched includes images from, among other events, the conflagration at the Fönn laundry in 2014, the Drangey Music Festival in 2015, beer-tasting at Sundahöfn in 2016, the 2019 SlutWalk, and the beaching of a dead whale at Eiðisvík in 2019.

Kristín Hauksdóttir completed her MFA degree in 1995 from the Pratt Institute, New York, USA. She has held solo shows and taken part in group exhibitions in Iceland and abroad. In recent years
Kristín has combined her artistic practice with working at the Reykjavík Museum of Photography.