RÝNENDUR 2014

 

LJÓSMYNDARÝNI (PORTFOLIO REVIEW)

 

Auk íslenskra sérfræðinga á sviði ljósmyndunar munu virtir erlendir rýnendur, sem ýmist eru sýningastjórar á söfnum og galleríum eða ritstjórar ljósmyndatímarita,  veita íslenskum ljósmyndurum umsögn um verk þeirra, m.a. í því skyni að koma íslenskum samtímaljósmyndum betur á framfæri erlendis. Ljósmyndarýni er 20 mínútna fundur þar sem ljósmyndari mætir með myndir sínar, ýmist á pappír eða rafrænt og sýnir viðkomandi rýnanda.
 

Inga Lára Baldvinsdóttir fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands

 

Inga Lára Baldvinsdóttir hefur starfað við ljósmyndavarðveislu í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni um langt árabil. Á þeim vettvangi  hefur hún unnið að ljósmyndasýningum, gefið út og ritstýrt ljósmyndabókum og skrifað greinar um ljósmyndasögu.

Inga Lára hefur áhuga að skoða flestar tegundir ljósmyndunar.

 

Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga

 

Inga lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989 og framhaldsnámi frá Listaakademíunni í München vorið 1992. Áður hafði hún verið búsett í Bandaríkjunum og í Danmörku um tíma. Að námi loknu settist Inga að á Seyðisfirði og var þar í forsvari fyrir því að listahátíðinni Á Seyði á fót og gera Skaftfell að sýningarsal með meiru. Á Seyðisfirði starfaði Inga einnig að eigin myndlist og áfram eftir að hún fluttist til Hafnar í Hornafirði. Verk hennar hafa verið sýnd bæði á einka- og samsýningum hér á landi, í Danmörku, Þýskalandi og á Grænlandi. Smá saman saman snéri Inga sér æ meir að stjórnun sýninga og verkefnastjórnun menningarviðburða uns það varð hennar aðalstarf frá árinu 2007. Í Listasafni Árnesinga eru settar upp 3-6 listsýningar árlega, m.a. ljósmyndasýningar en ljósmyndun hefur einnig verið efniviður annarra sýninga þar.

 

Inga hefur áhuga að skoða flestar tegundir ljósmyndunar.

 

Karen McQuaid, sýningarstjóri í The Photographers’ Gallery í London

 

Karen McQuaid, hefur starfað sem sýningarstjóri í The Photographers’ Gallery í London frá árinu 2009. Áður vann hún aðallega við að skipuleggja fyrirlestra við galleríið og sem aðstoðar-skipuleggjandi málþingsins Contemporary Vernacular Photographies með Institute of Modern and Contemporary Culture árið 2011. Karen hefur verið m.a. verið sýningarstjóri sýninganna Jim Goldberg, Open See (2009); Fiona Tan, Vox Populi London (2012); og Claire Aho, Studio Works (2013). Hún var aðstoðar-sýningarstjóri Geraldo deBarros, What Remains (2013), og hefur einnig lagt hönd á plóg við mýmörg samfélags-listverkefni í Soho, unnið með listamönnum á borð við Virginiu Nimarkoh.
Um þessar mundir vinnur Karen að sýningu um síðustu ljósmyndaverk Andys Warhol. Hún skrifar reglulega greinar í alþjóðleg listtímarit og fyrir stofnanir og fer sem gestafyrirlesari um Bretland.

 

Karen hefur áhuga á að ræða hugmyndir á öllum stigum verkefna. Hún hefur mestan áhuga á að skoða verk sem hafa ekki auglýsingargildi, eftir ljósmyndara sem hafa virkilegan áhuga á að fá endurgjöf á verk sín, og ekki eingöngu á sýningartækifærum.

 

Katia Reich, Listfræðingur og sýningarstjóri, Berlín

 

1999–2004 Sýningarstjóri Section of Photography í Neue Gesellschaft für Bildende Kunst, 2000–04 Berlín. 2003–2005 Verkefnisstjóri þýska skálans á Feneyjartvíæringnum, 2005–2012 Verkefnisstjóri Berlin Biennale für zeitgenössische Kunst, Aðstoðar-sýningarstjóri Highlights of KunstFilmBiennale í Berlín, frá 2012 sýningarstjóri fimmta European Month of Photography Berlin, frá 2013 forstöðumaður Loock Galerie, Berlín, aðalviðfangsefni: Samtímalist og ljósmyndun.

 

Katia Reich hefur áhuga á ljósmyndun sem samtímalist og heimildaljósmyndun.

 

Julie Saul, eigandi Julie Saul Gallery, New York

 

Julie Saul stofnaði sitt fyrsta gallerí árið 1986 í Soho hverfinu eftir að hafa lagt stund á framhaldsnám við listadeild háskólans í New York. Greinar hennar í grunnháskólanámi voru listasaga og enskar bókmenntir sem hún nam við Tulane háskólann í New Orleans og háskólann í Flórens á Ítalíu.
Saul var forstöðumaður listamiðstöðvar í heimabæ sínum Tampa, Flórída og vann síðar í New York sem fyrirlesari og aðstoðarmaður á safni og sem sjálfstæður sýningarstjóri áður en hún setti gallerí sitt á fót.
Á þeim 27 árum sem galleríið hefur starfað hefur Saul komið því í fremstu röð ljósmynda-gallería í heiminum og hefur á mála hjá sér breitt úrval af alþjóðlegum samtímalistamönnum . Í galleríinu er einnig gert nokkuð af því að skipuleggja sögulegar og þematengdar sýningar og hefur það tekið þátt í mörgum listmessum. Saul hefur haldið áfram að kenna, halda fyrirlestra og tekið sæti í dómnefndum í Bandasíkjunum sem og í Evrópu.

<

Galleríið er meðlimur í AIPAD (Association of International Photographic Art Dealers) og ADAA (Art Dealers Association of America.)
Saul býr í fallegri götu í Greenwich Village í New York með langhundi sínum Vichi.

 

Julie Saul hefur sérstakan áhuga á að rýna verk unnin í stúdíói og flestar tegundir ljósmyndunar fyrir utan heimildaljósmyndun.

 

Hannamari Shakya, myndritstjóri Photo Raw Magazine og framleiðandi Musta Taide ljósmyndabókanna í lista- hönnunar- og arkitektúrdeild Aalto háskólans í Helsinki.

 

Shakya er reyndur myndritstjóri og aðal áhugasvið hennar er hin nýja heimildaljósmyndun (new documentary photography). Nýverið ritstýrði hún einnig Nordic Now! þar sem sjónum er beint að straumum og stefnum í norrænni samtímaljósmyndun. Shakya er einnig ljósmyndari og kvikmyndagerðamaður.

Shakya hefur áhuga á að skoða nýja heimildaljósmyndun og alla ljósmyndun sem tengist raunveruleikanum.
Pari Stave, sýningarstjóri og yfirstjórnandi nútíma- og samtímalistardeildar Metropolitan listasafnsins í New York.

 

Áður en Pari Stave tók til starfa þar vann hún sem ráðgjafar-sýningarstjóri í American-Scandinavian Foundation í New York, þar sem hún stýrði ýmsum sýningum, þ.á.m. Munch|Warhol and the Multiple Image, New Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School, og Unnatural Formations: Three Contemporary Photographers. Á meðal sjálfstæðra verkefna hennar á sviði sýningarstjórnunar eru í burðarliðnum m.a. Magnetic North: Artists and the Arctic Circle and Iceland: Artists Respond to Place. Stave nam listasögu við Institute of Fine Arts, NYU.

 

Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík

 

Hanna Styrmisdóttir tók við starfi listræns stjórnanda Listahátíðar haustið 2012. Hún hafði þá starfað við listræna stjórnun menningarviðburða frá 1998 og stýrt og tekið þátt í að móta tugi verkefna innanlands og utan. Meðal þeirra má nefna Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands (Libia Castro & Ólafur Ólafsson, RÚV / Hafnarborg 2011), Lóan er kom (Steingrímur Eyfjörð, Íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum 2007) og Matthew Barney í Nýlistasafninu (2003). Hanna starfaði um skeið við listræna ráðgjöf um uppbyggingu safneigna og hefur átt sæti í dóm- og valnefndum vegna ráðninga, verðlauna og styrkúthlutana í menningargeiranum. Áður starfaði hún í Norræna húsinu og í Listasafni Reykjavíkur. Hanna hefur BFA-próf í myndlist frá Parsons School of Design í París og New York, MA-gráðu í myndlist frá Chelsea College of Art and Design í London og framhaldsgráðu í Critical Studies frá Malmö Art Academy / Lund University.

 

Hanna Styrmisdóttir hefur áhuga á að skoða ljósmyndun sem miðil myndlistarmanna