Spessi sýnir verkið Nafnlaus hestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Listahátíð.
Verkið samanstendur af portrettmyndum af mótorhjólaköppum sem Spessi tók á tímabilinu 2011 – 2012 í nokkrum fátækustu ríkjum Bandaríkjanna: Kansas, Arkansas, Tennessee, Mississippi, og Louisiana. „Sýningin er öðrum þræði eins konar dagbók um ferðalög mín í félagsskap þeirra, um vinina sem ég eignaðist og allt sem þeir hafa sýnt mér og kennt með því að gefa mér tækifæri til að gægjast inn í þennan afmarkaða og á stundum lokaða heim.“
Á síðu Listahátíðar er sýningunni lýst sem etnógrafískri úttekt á samfélagshópi:„Myndaröð Spessa sýnir fólkið og umhverfi þess, lífið og samfélagið. Hún er öðrum þræði myndræn dagbók um ferðalag hans um þennan menningarheim og um vinina sem hann eignaðist þar. Um leið er hún þakkargjörð fyrir tækifærið sem honum gafst til að gægjast inn í þennan afmarkaða og, á stundum, lokaða heim.“
Sýningin opnar 18.maí og verður uppi til 1.ágúst.
Nánari upplýsingar má finna á: www.listahatid.is
og á: www.ljosmyndasafnreykjaviku