Skip to main content

Ljósmyndahátíð Íslands 2016 / The Icelan

/English below/ Ljósmyndahátíð Íslands fer fram með pompi og prakt í þriðja sinn dagana 14.-17. janúar. Meðal viðburða eru ljósmyndasýningar, sýningaspjöll, fyrirlestur, ljósmyndarýni og bókakvöld. Á síðu Ljósmyndasafns Reykjavíkur er hægt að kynna sér dagskrána og rýnendur ljósmyndarýninnar en enn eru nokkur pláss laus fyrir áhugasama: ljosmyndasafnreykjavikur.is Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar á PDF-formi: Dagskrá-Ljósmyndahátíð-Íslands […]

Rökkur – Nuit des images

Rökkur er skyggnusýning sett saman af Katrínu Elvarsdóttur með myndum frá 7 meðlimum FÍSL: Spessa, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Einari Fal Ingólfssyni, Báru Kristinsdóttur, Katrínu Elvarsdóttur og Pétri Thomsen. Rökkur sendir áhorfandann í leyndardómsfullt ferðalag um íslenska sveit þar sem náttúran mætir hinu manngerða. Sýning myndanna fer fram laugardaginn 27. júní á Nuit des images í […]

ÍSÓ 2015

Ljósmyndasýningin ÍSÓ 2015 er viðamikil sumarsýning félagsmanna Félags íslenskra samtímaljósmyndara, FÍSL. Sýningin opnar laugardaginn 20. júní og verður opin til 11. júlí í gömlu rækjuversmiðjunni að Sindragötu 7 á Ísafirði. Listamennirnir koma víðsvegar af landinu og eru verkin af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að vera ný, sköpuð á árunum 2014 eða 2015. FÍSL […]

Enginn staður í Hafnarborg

13. júní opnaði sýningin Enginn staður í Hafnarborg. Hún samanstendur af verkum átta listamanna sem allir beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Þau eru Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Stuart Richardson og eiga það öll sameiginlegt að nota ljósmyndina sem miðil. Sýningarstjórar eru […]

Listamannaspjall: Chris Sims

Listamannaspjall í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 15. júní kl. 17-18. Bandaríski ljósmyndarinn Christopher Sims hefur frá árinu 2005 tekið myndir af uppsettum íröskum og afgönskum þorpum á æfingasvæði bandaríska hersins sem og myndir af daglegu lífi á herstöð hersins í Guantanomo á Kúbu. Mánudaginn 15. júní kl. 17 býðst gestum safnsins að hlýða á Christopher segja frá […]

Matur, fólk & pósthús í Listamenn Galler

Þann 30. maí opnar Spessi sýningu sína Matur, fólk & pósthús í Listamenn Gallerí, Skúlagötu 32. Myndirnar teru teknar á Fogo Island við Nýfundnaland á austurströnd Kanada. Elísabet Gunnarsdóttir, stofnandi og fyrsti stjórnandi Fogo Island Arts, segir um verkið: „Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina […]

Verksummerki í Ljósmyndasafni Reykjavíku

Verksummerki fjallar um það huglæga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndun okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Báru Kristinsdóttur, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Kristinu Petrošiutė og Skútu. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur sem […]