Skip to main content

Rökkur – Nuit des images

Rökkur er skyggnusýning sett saman af Katrínu Elvarsdóttur með myndum frá 7 meðlimum FÍSL: Spessa, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Einari Fal Ingólfssyni, Báru Kristinsdóttur, Katrínu Elvarsdóttur og Pétri Thomsen. Rökkur sendir áhorfandann í leyndardómsfullt ferðalag um íslenska sveit þar sem náttúran mætir hinu manngerða. Sýning myndanna fer fram laugardaginn 27. júní á Nuit des images í […]

Warsaw Festival of Art Photography 2015

Félag íslenskra samtímaljósmyndara tekur þátt í risavaxinni ljósmyndahátíð í Varsjá, Póllandi. Síðastliðinn föstudag, 15. maí, hófst Warsaw Festival of Art Photography með pompi og prakt. FÍSL er aðalsamstarfsaðili hátíðarinnar þetta árið og sýna tíu fulltrúar Íslands verk sín á sex sýningum í galleríum í hinni sögufrægu borg. Inga Sólveig Friðjónsdóttir, formaður FÍSL, Spessi, Bjargey Ólafsdóttir […]

FÍSL er gestur Warsaw Festival of Art Ph

Þann 15. maí verður Warsaw Festival of Art Photography haldin í áttunda skipti og í þetta sinn er Ísland heiðursgestur hátíðarinnar. Tíu íslenskar ljósmyndarar sýna á hátíðinni, í þremur samsýningar og þremur einkasýningum. Samsýning Péturs Thomsen, Ingu Sólveigar Fridjónsdóttur, Spessa, Ingvars Högna Ragnarssonar, Einars Fals Ingólfssonar og Bjargeyjar Ólafsdóttur á landslagsmyndum, Relooking – Icelandic Landscape […]

FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures f

Á fimmtudaginn opnar sýningin FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures from Iceland í Gallery Hippolyte í Helsinki. Sýnendur eru Katrín Elvarsdóttir, Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Spessi og Pétur Thomsen. Um sýninguna segir meðal annars að í henni verði fjallað íslenskt landslag á nýjan hátt en hin klassíska framsetning á því látin […]

Sögustaðir í New York

Sýning Einars Fals Ingólfssonar Sögustaðir eða Saga Sites í Scandinavia House í New York hefur hlotið lofsamlega gagnrýni miðla vestanhafs. Í verkinu teflir Einar Falur saman vatnslitamyndum sem W. G. Collingwood vann á Íslandi árið 1897 og eigin ljósmyndum sem hann tók á árunum 2007-2009. Er þessi sýning stærri útgáfa af þeirri sem var sett […]

Stefnumót við Einar Fal í Gerðubergi

Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20 er á dagskrá mánaðarlegt stefnumótakaffi í Gerðubergi. Á þessum kvöldum eiga gestir stefnumót við fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, gjarnan af framandi menningarsvæðum. Að þessu sinni mun Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segja frá ferðalögum sínum um heiminn í máli og myndum. Einar mun ræða um það hversu mikilvægt […]

Einar Falur Ingólfsson sýnir í ASÍ

Skjól, sýning Einars Fals Ingólfssonar, opnar í Listasafni ASÍ á laugardaginn kemur, 10. mars, klukkan 15.00. Á sýningunni eru þrjár tengdar ljósmyndaraðir. Í Arinstofu eru Skjól, Griðastaðir í Ásmundarsal og Svörður í Gryfju. Öll verkin eru frá síðustu fjórum árum og þróðuðust sem persónuleg viðbrögð við bankahruni og aðstæðum tengdum því. Íslenskt hugvit og íslensk […]

Án vegabréfs – Ferðasögur eftir Einar Fa

Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnarverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt […]