Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnarverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröllauknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sameinast eilífum undrum og hann fetar djúpt í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stórskemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs.

Hönnun: Bergdís Sigurðarsdóttir

210 x 138 mm
320 blaðsíður
Innbundin
Íslenska

/ English

Without a Passport – Travel Essays

Every place has its own story worth telling, but in some places it is like history poses for a photograph. In the last decades Einar Falur Ingólfsson has travelled around the world to find these places. He captures the smoking ruins of the World Trade Center in september 2001. He sails the Yangtze River in China just before the colossal Three Gorges Dam is completed. He joins millions of people in capturing the moment when their lives are united with eternal wonders and journeys deep under the earth’s surface, following the trail of miners who trade blood for silver. In a unique interplay of narration and photography, a portrait of the world of our times is created. A world without a passport.

Designed by: Bergdís Sigurðardóttir
210 x 138 mm
Pages 320
Hardcover
Icelandic