Skip to main content

Rökkur – Nuit des images

Rökkur er skyggnusýning sett saman af Katrínu Elvarsdóttur með myndum frá 7 meðlimum FÍSL: Spessa, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Einari Fal Ingólfssyni, Báru Kristinsdóttur, Katrínu Elvarsdóttur og Pétri Thomsen. Rökkur sendir áhorfandann í leyndardómsfullt ferðalag um íslenska sveit þar sem náttúran mætir hinu manngerða. Sýning myndanna fer fram laugardaginn 27. júní á Nuit des images í […]

Enginn staður í Hafnarborg

13. júní opnaði sýningin Enginn staður í Hafnarborg. Hún samanstendur af verkum átta listamanna sem allir beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Þau eru Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Stuart Richardson og eiga það öll sameiginlegt að nota ljósmyndina sem miðil. Sýningarstjórar eru […]

Warsaw Festival of Art Photography 2015

Félag íslenskra samtímaljósmyndara tekur þátt í risavaxinni ljósmyndahátíð í Varsjá, Póllandi. Síðastliðinn föstudag, 15. maí, hófst Warsaw Festival of Art Photography með pompi og prakt. FÍSL er aðalsamstarfsaðili hátíðarinnar þetta árið og sýna tíu fulltrúar Íslands verk sín á sex sýningum í galleríum í hinni sögufrægu borg. Inga Sólveig Friðjónsdóttir, formaður FÍSL, Spessi, Bjargey Ólafsdóttir […]

FÍSL er gestur Warsaw Festival of Art Ph

Þann 15. maí verður Warsaw Festival of Art Photography haldin í áttunda skipti og í þetta sinn er Ísland heiðursgestur hátíðarinnar. Tíu íslenskar ljósmyndarar sýna á hátíðinni, í þremur samsýningar og þremur einkasýningum. Samsýning Péturs Thomsen, Ingu Sólveigar Fridjónsdóttur, Spessa, Ingvars Högna Ragnarssonar, Einars Fals Ingólfssonar og Bjargeyjar Ólafsdóttur á landslagsmyndum, Relooking – Icelandic Landscape […]

FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures f

Á fimmtudaginn opnar sýningin FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures from Iceland í Gallery Hippolyte í Helsinki. Sýnendur eru Katrín Elvarsdóttir, Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Spessi og Pétur Thomsen. Um sýninguna segir meðal annars að í henni verði fjallað íslenskt landslag á nýjan hátt en hin klassíska framsetning á því látin […]

Pétur Thomsen sýnir á Arles

Í kvöld, 2. júlí, opnar sýning Péturs Thomsen sem hluti af hinni virtu Arles ljósmyndahátíð og stendur til 23. september. Sýningarstjórinn Jean-Luc Amand Fournier lýsir verkum hans meðal annars svo: „Pétur Thomsen shows us the edge of Hell. Industrial Romanticism – photos that lead us towards the sublime. But this is nature, stained, lacerated, clawed, and […]

Pétur Thomsen og Regin W. Dalsgaard hald

Laugardaginn 17. mars klukkan 13.00 í Listasafni Íslands munu Pétur Thomsen og hinn færeyski Regin W. Dalsgaard flytja fyrirlestra um verk sín, en eru þeir hluti af Panora fyrirlestraröðinni. Á síðu Panora segir: „Þeir Pétur og Dalsgaard eiga það sameiginlegt að fást við afar umdeild viðfangsefni sem tengjast náttúrunni en nálgast þau báðir með ákveðnu […]

Panora – fyrirlestraröð í Listasafni Ísl

Laugardaginn 3. mars hófst fyrirlestraröðin Panora – Listir, náttúra og stjórnmál, en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar dagana 2. mars – 6. maí. Á Panora verða fjölþætt tengsl myndlistar náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti vakið almenning til vitundar um umhverfismál og þá hvernig. […]