Laugardaginn 17. mars klukkan 13.00 í Listasafni Íslands munu Pétur Thomsen og hinn færeyski Regin W. Dalsgaard flytja fyrirlestra um verk sín, en eru þeir hluti af Panora fyrirlestraröðinni. Á síðu Panora segir: „Þeir Pétur og Dalsgaard eiga það sameiginlegt að fást við afar umdeild viðfangsefni sem tengjast náttúrunni en nálgast þau báðir með ákveðnu hlutleysi. Í fyrirlestrum sínum munu þeir ræða um þessa aðferðafræði sína, hvers vegna þeir kjósa að vinna verk sín með þessum hætti og hvaða álitamál þeir hafa þurft að takast á við í starfi sínu.“ En þar er vísað í verk Péturs Imported Landscape, Umhverfingu og Ásfjall þar sem hann myndar umdeildar breytingar mannsins á náttúrunni og verk Dalsgaard 2 mínútur, seríu sem mynduð var á tveggja mínútna tímabili og sýnir grindhvaladráp í Færeyjum.

Aðgangur er ókeypis.

Dagskrána má finna hér: panora.is/schedule/