Sýning Maríu Kristínar Steinsson, Íbúð 5, opnar í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 11. desember, og stendur til 3. febrúar. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem eru hluti af samnefndu verkefni. Myndirnar eru teknar á löngum lýsingartíma og fanga athöfn í heild sinni meðan hún á sér stað fyrir framan myndavélina. Með síendurteknum […]