WEB_BANNER_LI_ISL-862x333

Dagana 23.-24. október 2015 standa Ljósmyndarafélag Íslands  og Blaðaljósmyndarafélag Íslands  saman að stærstu ljósmyndaráðstefnu sem haldin hefur verið hérlendis á Grand Hóteli í Reykjavík.

Búið er að  fá fjölda erlenda og innlendra fyrirlesara og verður ráðstefnan haldin að mestu í þremur sölum þar sem fyrirlestrar verða og allir sem áhuga og eða atvinnu hafa af ljósmyndun að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Samhliða ráðstefnunni verður vörusýning frá  þjónustuaðilum sem ljósmyndarar og áhugafólk um ljósmyndun skipta við.

Ráðstefnan er ætluð ÖLLU áhuga- og atvinnufólki í ljósmyndun og öðrum sem hafa áhuga á einu eða öðru formi ljósmyndunar. Hægt er að kaupa miða á ráðstefnuna á www.midi.is og frekari upplýsingar má finna um hátíðina á síðunni þeirra.

Alþjóðleg Ljósmyndaráðstefna – Iceland Photo EXPO í október 2015