wrapped_house_lowres_lilleSíðastliðinn föstudag opnaði sýningin Inner and Outer Landscapes eða Innra og ytra landslag í Fotografisk Center í Kaupmannahöfn með ljósmyndum eftir unga listamenn frá Norðurlöndunum. Allir skoða þeir landslagið á mismunandi hátt, hvort sem um er að ræða borgarlandslag, landslag sem rómantíska hugmynd, landslag í listasögulegu samhengi eða á enn annan máta en Ingvar Högni Ragnarsson er Íslendingurinn í hópnum og sýnir hið síbreytilega reykvíska borgarlandslag.

Sýningin stendur til 21. september og mun svo ferðast bæði til Finnlands og Svíþjóðar. Upplýsingar um sýninguna í kaupmannahöfn má finna hér: http://www.photography.dk/ og blogg um verkefnið og sýninguna hér: http://www.nordicexchange.net/