unnamedListamannaspjall í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 15. júní kl. 17-18.

Bandaríski ljósmyndarinn Christopher Sims hefur frá árinu 2005 tekið myndir af uppsettum íröskum og afgönskum þorpum á æfingasvæði bandaríska hersins sem og myndir af daglegu lífi á herstöð hersins í Guantanomo á Kúbu. Mánudaginn 15. júní kl. 17 býðst gestum safnsins að hlýða á Christopher segja frá verkum sínum í máli og myndum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Viðburður þessi er á vegum Félags íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL) í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur.