Sýning Einars Fals Ingólfssonar Sögustaðir eða Saga Sites í Scandinavia House í New York hefur hlotið lofsamlega gagnrýni miðla vestanhafs. Í verkinu teflir Einar Falur saman vatnslitamyndum sem W. G. Collingwood vann á Íslandi árið 1897 og eigin ljósmyndum sem hann tók á árunum 2007-2009. Er þessi sýning stærri útgáfa af þeirri sem var sett upp í Þjóðminjasafninu 2010 og í menningarhúsum á landsbyggðinni.

Hér má sjá umfjöllun The New Yorker um sýninguna: www.newyorker.com/arts/events/art/saga-sites-scandinavia-house-gallery

En einnig valdi Photo District News eða PDN sýninguna sem eina af sýningum mánaðarins í nóvember.

Sýningin stendur til 12. janúar og upplýsingar má nálgast hér: www.scandinaviahouse.org