Margar myndanna man ég ekki eftir að hafa tekið. Sumar tók ég þegar ég vissi ekki hvað annað ég ætti af mér að gera. Barnið okkar, sem við höfðum beðið með svo mikilli eftirvæntingu, hafði komið andvana í heiminn. Við vissum um að fæðing hennar myndi breyta öllu. Bara ekki svona.
Mánuðina eftir áfallið söfnuðust áteknar filmurnar upp. Ég eigraði um hverfið, við hjónin fórum í bíltúra og myndavélin var bara þarna, eitthvað til að gera, fela sig á bak við, tæki sem fylgdi lógík og reglum. Einn daginn tók ég síðan eftir filmuhrauknum í ísskápnum. Eftir það bættust myndir við safnið með meðvitaðri hætti.
Verkið dauðadjúpar sprungur á sér rætur í hjartasorg ljósmyndarans, myndavélin fangar það sem brýst um í undirmeðvitundinni. Myndirnar sýna þannig bæði það sem á þeim er og með hvaða augum á það er horft. Sumar marglaga og táknrænar, aðrar einfaldar og auðlesnar en allar eru þær hjúpaðar viðkvæmni og fjarlægð.
Í sýningarrýminu er hula dregin fyrir sjónu áhorfandans. Bleik tjöldin skapa hlýlegt andrúmsloft og stýra um leið ferðalagi gestanna um rýmið, liturinn og efniskenndin vísa bæði til heimilisins og kvenleikans.
Titill verksins vísar í lagið Sofðu unga ástin mín sem Halla syngur til hvítvoðungs síns í Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar áður en hún kastar barninu í fossinn á flótta frá yfirvöldunum.
Hallgerður Hallgrímsdóttir
Hallgerður er fædd 1984 í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í myndlist með áherslu á ljósmyndun frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk námi 2019. Myndlist hennar hefur farið víða og verið sýnd meðal annars í The Photographer’s Gallery í London, Hasselblad Center í Gautaborg, í Listasafninu á Akureyri og Listasafni Reykjavíkur.
Árið 2005 gaf hún út bókina Please YoursELF, kynningarrit um kynlíf með íslenskum álfum, í félagi við fjóra kollega. Ljósmyndabók hennar Hvassast kom út 2016 og 2018 gaf Pastel út ljóð-myndabókina Límkennda daga og var hún 9. verkið í ritröð útgáfunnar.
Hallgerður hefur starfað sem myndlistarmaður, blaðakona, kennari og verkefnastjóri og býr og starfar í Reykjavík og Gautaborg.
Sýningin mun standa til 22. mars opið er í Ramskram um helgar milli 14.00 – 17.00
dauðadjúpar sprungur
by Hallgerður Hallgrímsdóttir
Some pictures I barely remember making, others followed; self portraits, symbolic landscapes and images of familiar places seen in a fresh but sorrowed light. Our little girl had been stillborn. The work dauðadjúpar sprungur deals with the loss and the various feelings that came after.
In the beginning the camera was just there, a machine-thing that followed logic in surreal times, something to do or hide behind. The months passed and one day I noticed the pile of exposed films in the fridge. After that I added images to the collection in a more conscious way.
dauðadjúpar sprungur is rooted in the heartbreak of its maker, the images revealing not only what was before the camera when the shutter was released, but also the state of the person behind it. The work is an attempt to evoke a sense of feeling stuck, in time and space, isolated by grief.
In the exhibition space a veil is drawn, obscuring the visitor’s vision, pink curtains creating a more intimate space, the colour connoting both home and femininity.
The title, dauðadjúpar sprungur, is taken from a poem, Sofðu unga ástin mín (Sleep My Young Love), written by Jóhann Sigurjónsson as part of his play Fjalla-Eyvindur. The play premiered in Iceland in 1912 and is based on the legend of Eyvindur and Halla, a famous outlaw couple who for decades lived in exile in the Icelandic highlands. Halla sings these lines of goodbye to her newborn as she casts the baby into a waterfall while on a desperate run from the authorities.
Sofðu unga ástin mín is today one of the most sung Icelandic lullabies.