hallgerdur-scans 005Laugardaginn 11. október kl. 15 opnar sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Hvassast úti við sjóinn, í Listasafni ASÍ. Sýningin samanstendur af fjórum verkum þar sem ljósmyndir, texti og fundið efni draga saman fram hljóðláta og gleymda fegurð hversdagsins.

Sýningin stendur til 2. nóvember og safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og aðgangur er ókeypis. Frekari upplýsingar er að finna hér: http://www.listasafnasi.is/syningar/yfirstandandi-syningar/hallgerdur-hallgrimsdottir-hvassast-uti-vid-sjoinn/