IMG_1442saSýning Maríu Kristínar Steinsson, Íbúð 5, opnar í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 11. desember, og stendur til 3. febrúar.

Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem eru hluti af samnefndu verkefni. Myndirnar eru teknar á löngum lýsingartíma og fanga athöfn í heild sinni meðan hún á sér stað fyrir framan myndavélina. Með síendurteknum hversdagslegum verkum inn á heimili sínu gerir ljósmyndarinn tilraun til að sýna hvernig ummerki tilveru okkar birtast meðan tíminn líður hjá. Útkoman verður ljósmynd sem inniheldur tíma og hreyfingu sem þjappað hefur verið í kyrrmynd.

María K Steinsson útskrifaðist með MA gráðu í myndlist (ljósmyndun) frá Kingston University árið 2012 og BA gráðu í myndlist (málun) frá City & Guilds of London Art School árið 2008.

Hér má finna ítarlegri upplýsingar um sýninguna: http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/maria-kristin-steinsson-ibud-5/
Heimasíða Maríu er svo hér: http://www.mariaksteinsson.com/view.php?p=426&page=3&cat=1&im=3