-1Í janúar opnaði Þórdís Erla Ágústsdóttir í Kubbnum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýninguna Sögur frá Reykjavík í Kubbnum  en serán er hluti af langtímaverkefni Þórdísar Erlu, Heima hjá Íslendingum, sem hófst fyrir nokkrum árum.

Segir um sýninguna á síðu safnsins: „Myndaröðin gefur innsýn í íslensk heimili og er tilkomin vegna löngunar ljósmyndarans til að búa til myndræna frásögn um fólk sem hún hittir eða þekkir. Þórdís Erla leitast því við að skapa úr raunverulegum aðstæðum og þeim efniviði sem fyrir er.“ Og ennfremur: „Útkoman er lifandi frásögn af fjölbreytilegri þjóð og felst samhengi myndanna í skynjun og næmi ljósmyndarans á fólkinu ásamt formrænum atriðum sem koma saman á því hárfína augnabliki þegar ljósmynd er tekin.“

Ítarlegri upplýsingar er að finna hér en safnið er opið alla daga vikunnar: http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/thordis-erla-agustsdottir-sogur-fra-reykjavik/