smitty-lowr3262Í hádeginu föstudaginn 6. September 2013 gefst einstakt tækifæri að hlýða á listamannaspjall um sýningu Spessa, nafnlaus hestur. Spessi mun þar ásamt Einari Kárasyni rithöfundi og Jóni Proppé listheimspekingi, tala um tilurð sýningarinnar. Mun þríeykið skoða vegamenninguna út frá Djöflaeyjunni og áhrifum skrifa Jack Kerouac og upplifun sinni á Amerískri menningu. En allir hafa þeir dvalið í Ameríku í lengri eða skemmri tíma. Hvaða hugmyndir höfum við um vegamenninguna. Hvað er það sem gerir það að verkum að farnar eru pílagrímsferðir til Ameríku, fyrirheitna landsins? Hvað er það sem heillar svo mjög við lífið á vegum úti?

Spjallið hefst 12:10 stundvíslega, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Sýning Spessa stendur yfir til 15. September því fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna.