Í tengslum við mánuð ljósmyndunar í Evrópu efnir The Gallery Swedish Photography ásamt norrænu sendiráðunum í Berlín til pallborðsumræðna um “Nordic Photography” eða norræna ljósmyndun. Katrín Elvarsdóttir tekur þátt í umræðunum ásamt Joakim Eskildsen (Danmörk), Riitta Päiväläinen, (Finnland) Nina Strand, (Noregur)
Lars Tunbjörk, (Svíþjóð). Ljósið í norðrinu og áhrif þess á ljósmyndara á Norðurlöndunum verður meginþemað en viðburðurinn mun eiga sér stað laugardaginn 24. nóvember klukkan 17.00 í norræna sendiráðinu í Berlín.

www.nordicembassies.org