Vatn er umfjöllunarefni ljósmyndasýningar á plakötum sem hengd hafa verið upp í strætóskýlum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Að átakinu standa umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara en til þess er efnt í tilefni af evrópsku ári vatnsins.
Plakötin prýða myndir eftir ljósmyndarana Báru Kristinsdóttur, Bjargeyju Ólafsdóttur, Charlottu Hauksdóttur, Einar Fal Ingólfsson og Ívar Brynjólfsson og sýna vatn í ýmsum myndum. Að auki er að finna á þeim staðreyndir um vatnsauðlindina sem beina sjónum að því hversu margbreytilegu hlutverki vatnið gegnir fyrir mann og náttúru.
Plakötin standa uppi til 7. maí næstkomandi.