Sýning Braga Þórs í gallerí Ramskram / Bragi Þor with a show at Gallery Ramskram
Orðið krummaskuð er stórfenglega myndrænt þó orðabókin segi það standa fyrir lítilfjörlega og fámenna byggð.
Ég hef alltaf heillast af þorpum á landsbyggðinni, sérstaklega stöðum þar sem hrikaleg náttúran rammar inn drauma genginna kynslóða: Stöðum sem við borgarbúar köllum stundum krummaskuð í hroka okkar og þröngsýni – en þorpin okkar eru þjóðargersemi.
Steinn Steinarr orti ”Í draumi sérhvers manns er fall hans falið” og það má oft heimfæra við mannvirki í krummaskuðum nútímans, mannvirki sem stórhuga menn byggðu þegar vel áraði og framtíðin var björt. Nú standa mörg þeirra auð og yfirgefin, fáir sjást á ferli og mávagarg hefur komið í stað iðandi bæjarlífs.
Fyrir ljósmyndara eru öll þessi þorp, hvort heldur er kaupstaðirnir eða litlu þorpin, myndrænn fjársjóður sem tengir saman nútíð og fortíð. Hvert sem litið er birtist vitnisburður um stórhuga framtíðarsýn eða listræna þörf. Við sjáum minnisvarða mælda í húsakosti með persónuleika og í atvinnutækjum sem sum hver gegna öðru hlutverki í dag en þeim var ætlað í upphafi. Í þeim birtast persónuleg sérkenni sem við höfuðborgarbúar fáum ekki að tjá í okkar kassalaga húsum í kassalaga skipulagi. Við eigum öll uppruna okkar í krummaskuðum, við höfum bara gleymt því.
Myndirnar á þessari sýningu eru svipmyndir frá nokkrum kaupstöðum og þorpum sem ég hef átt leið um á undanförnum árum og hluti af stærra verkefni sem ég hef verið að vinna að um skeið. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þetta verkefni verður stærra eða viðameira eða hvert það leiðir mig.
I have always been fascinated by Icelandic villages, especially where they represent the vision of past generations framed by the harsh Icelandic scenery. These are places we arrogantly refer to as Smallville, not realizing our small villages are a national treasure.
The poet Steinn Steinarr penned “each man’s dream conceals his demise” which can easily be attributed to the grandiose constructions in today’s Smallvilles; monuments of big dreamers, conceived in good times with a promise of an even brighter future which failed. Now many of them just reside there empty and deserted. Stagnation has replaced the economic boom and the only sign of life are the wailing seagulls overhead.
All these “Smallvilles” are a treasure trove for visual artists looking for a motif that combines the past and the present. We find monuments of grandeur and artistic ambition everywhere, even buildings with a personality we can not portray in today’s box-shaped architecture, and some buildings have taken on a new role entirely.
In this exhibition are photographs from Icelandic villages and towns that I have been passing through lately. They are a small part of a larger project I have been working on for some time and only time will tell if the project will grow and prosper or where it will lead me to.
Bragi Þór Jósefsson lauk ljósmyndanámi frá Rochester Institute of Technology í Bandaríkjunum 1986 og hefur starfað síðan sem ljósmyndari og myndað fyrir íslensk og erlend tímarit, stofnanir og fyrirtæki.
Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, t.d. á Kjarvalsstöðum 1990, Ljósmyndasafni Reykjavíkur 2015 og Listasafni Reykjanesbæjar og Umbrella Arts gallery í New York 2016.
Auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum, t.d. hinni árlegu sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands, Myndum Ársins, þar sem hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, og á vegum Félags Íslenskra Samtímaljósmyndara, sem hann tók þátt í að stofna á sínum tíma.
Bragi Þór Jósefson finished his photographic studies from Rochester Institute of Technology, New York, in 1986 and has been working as a full time photographer in Iceland since that time, mainly shooting for Icelandic and international magazines, businesses and institutions.
He’s had several one man shows, for example at Kjarvalsstadir gallery in 1990, Reykjavik museum of Photography in 2015 and Museum of Reykjanesbær and Umbrella Arts gallery in New York in 2016.
He has participated in various group exhibitions and is one of founding members of FÍSL, the Icelandic Contemporary Photography Association.