Á laugardaginn næstkomandi, þann 7. júlí, sýnir Katrín Elvarsdóttir verk sitt Of This World á Vois Off ljósmyndahátíðinni. Hún fer fram samhliða Arles-hátíðinni og mætti kalla hana alternatífa litla bróður hennar. Sýnir Katrín ásamt rúmlega 30 listamönnum frá Norðurlöndunum en bera Elina Heikka & Anna-Kaisa Rastenberger frá Ljósmyndasafni Finnlands (The Finnish Museum of Photography) ábyrgð á valinu. Sýningin fer fram í Cour de l’Archevêché, Place de la République kl. 22.30. Frítt er inn.
Nánari upplýsingar má nálgast hér: www.voies-off.com
Og seríuna Of This World má skoða hér: www.katrinelvarsdottir.com