Laugardaginn 3. mars hófst fyrirlestraröðin Panora – Listir, náttúra og stjórnmál, en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar dagana 2. mars – 6. maí. Á Panora verða fjölþætt tengsl myndlistar náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti vakið almenning til vitundar um umhverfismál og þá hvernig. Skoðuð verða ólík dæmi um hvernig norrænir myndlistarmenn hafa nálgast umhverfistengd málefni og munu þátttakendur m.a. lýsa hugmyndafræðinni að baki þeim verkum sem þeir hafa unnið og tengjast náttúrunni með einum eða öðrum hætti.

Fyrsti fyrirlesturinn á Panora er á vegum Learning Site (Rikke Luther og Cecilia Wendt). Aðrir þátttakendur á Panora eru Pétur Thomsen, Regin W. Dalsgaard, Nomeda og Gediminas Urbonas, Jana Winderen, Jonatan Habib Engqvist, Rúrí og Bergsveinn Þórsson. Í meðfylgjandi skjali er að finna dagskrá Panora ásamt upplýsingum um hvern fyrirlestur fyrir sig. Fyrirlestrarnir verða allir á laugardögum kl. 13:00 og er aðgangur ókeypis.

Á heimasíðunni panora.is má nálgast frekari upplýsingar um þátttakendur og verk þeirra og þar verður einnig hægt að horfa á fyrirlestrana að þeim loknum. Einnig er hægt að fylgjast með verkefninu á Facebook (www.facebook.com/pan0ra). Verkefnið Panora er styrkt af Nordic Culture Point-sjóðnum.

Dagskrá:

Saturday 17. march 13:00
Regin W. Dalsgaard (Fero Islands) and Pétur Thomsen (Iceland)

Saturday 24. march 13:00
Jonatan Habib Enquist (Sweden) and Rúrí (Iceland)

Saturday 31. march 13:00
Nomeda and Gediminias Urbonas (Lithuania)

Saturday 14. april 13:00
Jana Winderen (Norway)

Saturday 5. may 13:00
Bergsveinn Þórsson (Iceland)

/

Panora – Art, nature and politics

On Saturday the 3rd of march, will commence in the National Gallery the Panora lecture program. The program will be running parallel to the retrospective exhibition of Icelandic artist Rúrí and its website will be accessible through out the year with information on participants, lecture excerpts and links. The program is first and foremost an open platform for discussion on the fraternity and sometimes perplex connection between art, nature and politics. Artists, curators, academics from Iceland, Faeroe Islands, Sweden, Denmark, Lithuania and Norway will give lectures and in some cases perform live. The project is supported by The Nordic Culture Point Fund.

Project managers are Halldóra Ingimarsdóttir and Guðni Gunnarsson