1372010-A-2-bl1Sýning Ívars Brynjólfssonar Sýn á virkni þrívíðra rýma í tvívíðum miðli opnaði þann 11. apríl í Ásmundarsal Listasafns ASÍ. Sýningin hefur vakið hrifningu gesta og mælum við með því að sem flestir skundi á Freyjugötuna áður en sýningunni lýkur 3. maí. Frítt er inn á safnið og opið er frá 13:00 til 17:00 alla daga nema mánudaga.