Nýlega opnaði ljósmyndasýning Maríu Kjartansdóttur í gallerí Ramskram að Njálsgötu 49.

María útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2005 (BA) og Glasgow School of Art árið 2007 (MFA). Hún hefur síðan sýnt ljósmyndir sínar og stuttmyndir á tugum samsýninga, einkasýninga og listviðburða víðsvegar um heiminn, en helst má nefna sýningarstaðina Arken Museum of Modern Art-Kaupmannahöfn, Museum de Nervi-Genoa á Italíu, Arsenal Gallery Póllandi, The Museum of National History í
Svíþjóð, Ljungbergmuseum í Frederiksborg og 2nd Roma Pavilion á Feneyjartvíæringnum. María hefur á starfsferli sínum unnið til fyrstu verðlauna fyrir ljósmyndaseríur sínar á m.a. Signature Art verðlaunahátíðinni í London, Magnum Photos Ideas Tap samkeppninni og Helsinki Photo Festival í Finnlandi.

Verkefnið

“Það er eitthvað meira við náttúruna heldur en að við sjáum.
Það er þarna án þess að við vitum nákvæmlega hvað það er. Þessi yfirnáttúrulega tilfinning sem maður upplifir á ákveðnum stöðum, þessi tenging þegar að manni finnst líkaminn leysast upp í mólikúl og blandast saman við eitthvað miklu stærra.
Verkefnið sem hefur fengið heitið Tenging er ljósmyndasería sem fjallar um skoðun Maríu á þessu fyrirbæri, sambandi náttúru og manns og hvernig þeirri rofnu tenginu sem orðið hefur hjá okkur nútímamanninum við náttúrulegt umhverfi okkar er mögulega hægt að heila með forvitni, tengingu og meðvitaðri nánd.”

Samstarf við Hörpu Rún Ólafsdóttur

Listakonan Harpa Rún Ólafsdóttir mun koma inn á miðju tímabili sýningarinnar og vinna áfram með valdar ljósmyndir. Þá mun hún draga fram með teikningu myndrænt hið viðkvæma og oft óþekkta sem leynist allt í kring um okkur. Með því að sjóða saman draumkenndar ljósmyndir Maríu af fólki og náttúru og súrrealískar teikningar Hörpu Rúnar er hugmyndin að skapa áður óþekkta veröld innan þeirrar veraldar sem blasir við okkur í hversdagsleikanum.

Opnunartími sýningarinnar:
Alla laugardaga og sunnudaga kl: 14:00 – 17:00 til og með 10. mars 2019.

www.mariakjartans.com
www.harpaharpa.wordpress.com

– ENGLISH –

We warmly welcome you to María Kjartans photography exhibition TENGING (Connection) at RAMSKRAM gallery, Njálsgata 49, 101 Reykjavík.
Opening reception February 9th 5-7pm
Exhibition will run every Saturday and Sunday until
March 10th 2019.

The project

“My perception of nature is that there is something more to it, more than we can see with our eyes. There is a supernatural feeling that I sense in certain places when I experience my body dissolving into the smallest molecules and mix with something much greater. Tenging (meaning Connection) is a photography project about the broken spiritual connection between the modern human being and its environment and how to provoke consciousness and possibly heal this relationship with curiosity and connection.”

About the artist

Icelandic born María Kjartans graduated with her MFA from Glasgow school of Art in 2007. Since then she has been living and working in London, Glasgow, Paris and now most recently Reykjavik, exhibiting her photography and video art around the world. Maria was rewarded first price at the Signature Art Award in London, the IdeasTap / Magnum Photographic awards and most recently at Helsinki Photo festival for her photography projects. Alongside doing visual art María is the co-founder of Vinnslan ​www.vinnslan.is​, which is a collective of Icelandic artists who create and curate interdisciplinary art projects.
Maria ́s works are presented at the Degree Art Gallery in London and Labworld’s fine art gallery in Paris.

Collaboration with artist Harpa Rún Ólafsdóttir

“In my past exhibitions I have expanded beyond the still frame medium by collaborating with an artist / illustrator, adding layers of fantasy onto my visual world. Playing around with what constitutes our notion of reality, I plan to do the same with “Connection”. After the first opening I will invite artist Harpa Rún Ólafsdóttir to come into my studio and develop parts of the project further.”

www.mariakjartans.com
www.harpaharpa.wordpress.com