Félag íslenskra samtímaljósmyndara hefur boðið fræðimönnum og listamönnum að spjalla saman á hádegisfyrirlestraröð í Þjóðminjasafni Íslands í vetur. Með því að tefla saman fræðimönnum og listamönnum er það von okkar að við fáum líflegar og fræðandi umræður um ljósmyndina sem listmiðil.
Á fimmtudaginn næstkomandi þann 18. október mun Dr. Hlynur Helgason lektor í listfræði við Háskóla Íslands spjalla við Ívar Brynjólfsson ljósmyndara um verk hans.
Dagskráin hefst á fimmtudaginn næstkomandi í fyrirlestrasal þjóðminjasafns Íslands kl 12.
Sjá nánar á www.fisl.is