I_HeimaS_1_-1Þann 15. maí verður Warsaw Festival of Art Photography haldin í áttunda skipti og í þetta sinn er Ísland heiðursgestur hátíðarinnar. Tíu íslenskar ljósmyndarar sýna á hátíðinni, í þremur samsýningar og þremur einkasýningum.

Samsýning Péturs Thomsen, Ingu Sólveigar Fridjónsdóttur, Spessa, Ingvars Högna Ragnarssonar, Einars Fals Ingólfssonar og Bjargeyjar Ólafsdóttur á landslagsmyndum, Relooking – Icelandic Landscape Photography, verður í Galeria Stara. Myndir þeirra sýna nýja og ferska nálgun í íslenskri landslagsljósmyndun. Í sama galleríi sýnir Pétur Thomsen myndir sínar af Kárahnjúkavirkjun úr seríunni Imported Landscape eða Aðflutt landslag.

Hallgerður Hallgrímsdóttir, Valdimar Thorlacius, Sigríður Ella Frímansdóttir sýna portrettmyndir á Young Icelandic Photography í Galeria Obok. Nálgun þeirra er ólík en verk þeirra segja öll sögu af íslendingum dagsins í dag.

Í Galeria Schody sýnir Katrín Elvarsdóttir hina ljóðrænu seríu Equivocal og Spessi verk sem hann myndaði á eyjunni Fogo í Kanada: Food, People and Post-Office. Bjargey Ólafsdóttir sýnir svo draumkenndar portrettmyndir í Branicki Palace.

Hér má finna vefsíðu og dagskrá hátíðarinnar: http://www.wffa.eu/wffaEN/kalendarium.html