Félag íslenskra samtímaljósmyndara tekur þátt í risavaxinni ljósmyndahátíð í Varsjá, Póllandi. Síðastliðinn föstudag, 15. maí, hófst Warsaw Festival of Art Photography með pompi og prakt. FÍSL er aðalsamstarfsaðili hátíðarinnar þetta árið og sýna tíu fulltrúar Íslands verk sín á sex sýningum í galleríum í hinni sögufrægu borg.
Inga Sólveig Friðjónsdóttir, formaður FÍSL, Spessi, Bjargey Ólafsdóttir og Ingvar Högni Ragnarsson héldu utan sem fulltrúar félagsins og segja hátíðina ótrúlega veglega. Hún fer fram í ólíkum galleríum og rýmum í borginni en samhliða hátíðinni var gefinn út vegleg sýningarskrá þar sem fjallað er um alla þá listamenn sem taka þátt.
Þetta samstarfsverkefni er eitt það stærsta sem FÍSL hefur tekist á við og mikil ánægja er í hópnum með útkomuna og þá athygli sem íslensk samtímaljósmyndun fær á hátíðinni.
Hér má finna vefsíðu og dagskrá hátíðarinnar: http://www.wffa.eu/wffaEN/kalendarium.html