Betur_sja_vefLjósmyndun íslenskra kvenna er umfjöllunarefni sýningarinnar Betur sjá augu sem opnar samtímis í Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni verður að finna myndir íslenskra kvenljósmyndara frá seinni hluta 19. aldar til nútímans. Sýningin og bókin sem kemur út samhliða sýningunni, Betur sjá augu – ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013, byggja á rannsókn sem bæði söfnin stóðu að um ljósmyndun íslenskra kvenna og könnun á hvaða myndir séu varðveittar í íslenskum söfnum eftir þær.

Sýningarhönnuður er Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari.

Sýningin opnar 25. janúar, klukkan 15.00 í Þjóðminjasafninu og 16.00 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Nánari upplýsingar hér: www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/syningar-framundan/
Og hér: www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/betur-sja-augu-ljosmyndun-islenskra-kvenna-1872-2013/