Skip to main content

Rökkur – Nuit des images

Rökkur er skyggnusýning sett saman af Katrínu Elvarsdóttur með myndum frá 7 meðlimum FÍSL: Spessa, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Einari Fal Ingólfssyni, Báru Kristinsdóttur, Katrínu Elvarsdóttur og Pétri Thomsen. Rökkur sendir áhorfandann í leyndardómsfullt ferðalag um íslenska sveit þar sem náttúran mætir hinu manngerða. Sýning myndanna fer fram laugardaginn 27. júní á Nuit des images í […]

Verksummerki í Ljósmyndasafni Reykjavíku

Verksummerki fjallar um það huglæga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndun okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Báru Kristinsdóttur, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Kristinu Petrošiutė og Skútu. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur sem […]

Verkstæðið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Bára Kristinsdóttir sýnir nú í Kubbnum, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, ljósmynda- og vídeóverkið Verkstæðið. Verkið gefur innsýn í líf tveggja eldri manna á nælonhúðunar verkstæði í útjaðri Reykjavíkur á síðustu tveimur árum. Áður voru á vinnustaðnum blómleg viðskipti þar sem unnið var handvirkt upp á gamla mátann. Nútímatækni hóf hins vegar aldrei innreið sína í fyrirtækið og […]

Betur sjá augu – Sýning í Þjóðminjasafni

Ljósmyndun íslenskra kvenna er umfjöllunarefni sýningarinnar Betur sjá augu sem opnar samtímis í Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni verður að finna myndir íslenskra kvenljósmyndara frá seinni hluta 19. aldar til nútímans. Sýningin og bókin sem kemur út samhliða sýningunni, Betur sjá augu – ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013, byggja á rannsókn sem bæði söfnin […]

FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures f

Á fimmtudaginn opnar sýningin FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures from Iceland í Gallery Hippolyte í Helsinki. Sýnendur eru Katrín Elvarsdóttir, Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Spessi og Pétur Thomsen. Um sýninguna segir meðal annars að í henni verði fjallað íslenskt landslag á nýjan hátt en hin klassíska framsetning á því látin […]