Rökkur er skyggnusýning sett saman af Katrínu Elvarsdóttur með myndum frá 7 meðlimum FÍSL: Spessa, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Einari Fal Ingólfssyni, Báru Kristinsdóttur, Katrínu Elvarsdóttur og Pétri Thomsen. Rökkur sendir áhorfandann í leyndardómsfullt ferðalag um íslenska sveit þar sem náttúran mætir hinu manngerða. Sýning myndanna fer fram laugardaginn 27. júní á Nuit des images í […]
Enginn staður í Hafnarborg
13. júní opnaði sýningin Enginn staður í Hafnarborg. Hún samanstendur af verkum átta listamanna sem allir beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Þau eru Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Stuart Richardson og eiga það öll sameiginlegt að nota ljósmyndina sem miðil. Sýningarstjórar eru […]
Verksummerki í Ljósmyndasafni Reykjavíku
Verksummerki fjallar um það huglæga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndun okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Báru Kristinsdóttur, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Kristinu Petrošiutė og Skútu. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur sem […]