Sýning Einars Fals Ingólfssonar Sögustaðir eða Saga Sites í Scandinavia House í New York hefur hlotið lofsamlega gagnrýni miðla vestanhafs. Í verkinu teflir Einar Falur saman vatnslitamyndum sem W. G. Collingwood vann á Íslandi árið 1897 og eigin ljósmyndum sem hann tók á árunum 2007-2009. Er þessi sýning stærri útgáfa af þeirri sem var sett […]
Ljós norðursins / The Nordic Light
Í tengslum við mánuð ljósmyndunar í Evrópu efnir The Gallery Swedish Photography ásamt norrænu sendiráðunum í Berlín til pallborðsumræðna um “Nordic Photography” eða norræna ljósmyndun. Katrín Elvarsdóttir tekur þátt í umræðunum ásamt Joakim Eskildsen (Danmörk), Riitta Päiväläinen, (Finnland) Nina Strand, (Noregur) Lars Tunbjörk, (Svíþjóð). Ljósið í norðrinu og áhrif þess á ljósmyndara á Norðurlöndunum […]
Ljósmyndasamkeppni
Canon efnir til ljósmyndasamkeppni meðal ljósmyndara í samstarfi við Blaðaljósmyndarafélag Íslands, Ljósmyndarafélag Íslands og FÍSL. Kynnið ykkur málið frekar hér: http://nyherji.is
Charlotta Hauksdóttir sýnir á Voies Off
Laugardaginn næstkomandi sýnir Charlotta Hauksdóttir verk sitt Outlook, sem hún sýndi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í vetur, á Voies Off ljósmyndahátíðinni. Eins og áður sagði sýnir hún þar ásamt Katrínu Elvarsdóttur og tugum annarra listamanna frá Norðurlöndunum. Sýningin fer fram í Cour de l’Archevêché, Place de la République kl. 22.30, laugardaginn 7. júlí. Nánari upplýsingar hér: www.voies-off.com […]
Katrín Elvarsdóttir sýnir á Voies Off í
Á laugardaginn næstkomandi, þann 7. júlí, sýnir Katrín Elvarsdóttir verk sitt Of This World á Vois Off ljósmyndahátíðinni. Hún fer fram samhliða Arles-hátíðinni og mætti kalla hana alternatífa litla bróður hennar. Sýnir Katrín ásamt rúmlega 30 listamönnum frá Norðurlöndunum en bera Elina Heikka & Anna-Kaisa Rastenberger frá Ljósmyndasafni Finnlands (The Finnish Museum of Photography) ábyrgð […]
Pétur Thomsen sýnir á Arles
Í kvöld, 2. júlí, opnar sýning Péturs Thomsen sem hluti af hinni virtu Arles ljósmyndahátíð og stendur til 23. september. Sýningarstjórinn Jean-Luc Amand Fournier lýsir verkum hans meðal annars svo: „Pétur Thomsen shows us the edge of Hell. Industrial Romanticism – photos that lead us towards the sublime. But this is nature, stained, lacerated, clawed, and […]
Pétur Thomsen og Regin W. Dalsgaard hald
Laugardaginn 17. mars klukkan 13.00 í Listasafni Íslands munu Pétur Thomsen og hinn færeyski Regin W. Dalsgaard flytja fyrirlestra um verk sín, en eru þeir hluti af Panora fyrirlestraröðinni. Á síðu Panora segir: „Þeir Pétur og Dalsgaard eiga það sameiginlegt að fást við afar umdeild viðfangsefni sem tengjast náttúrunni en nálgast þau báðir með ákveðnu […]