Skip to main content

Katrín Elvarsdóttir sýnir á Voies Off í

Á laugardaginn næstkomandi, þann 7. júlí, sýnir Katrín Elvarsdóttir verk sitt Of This World á Vois Off ljósmyndahátíðinni. Hún fer fram samhliða Arles-hátíðinni og mætti kalla hana alternatífa litla bróður hennar. Sýnir Katrín ásamt rúmlega 30 listamönnum frá Norðurlöndunum en bera Elina Heikka & Anna-Kaisa Rastenberger frá Ljósmyndasafni Finnlands (The Finnish Museum of Photography) ábyrgð […]

Pétur Thomsen sýnir á Arles

Í kvöld, 2. júlí, opnar sýning Péturs Thomsen sem hluti af hinni virtu Arles ljósmyndahátíð og stendur til 23. september. Sýningarstjórinn Jean-Luc Amand Fournier lýsir verkum hans meðal annars svo: „Pétur Thomsen shows us the edge of Hell. Industrial Romanticism – photos that lead us towards the sublime. But this is nature, stained, lacerated, clawed, and […]

Einar Falur Ingólfsson sýnir í ASÍ

Skjól, sýning Einars Fals Ingólfssonar, opnar í Listasafni ASÍ á laugardaginn kemur, 10. mars, klukkan 15.00. Á sýningunni eru þrjár tengdar ljósmyndaraðir. Í Arinstofu eru Skjól, Griðastaðir í Ásmundarsal og Svörður í Gryfju. Öll verkin eru frá síðustu fjórum árum og þróðuðust sem persónuleg viðbrögð við bankahruni og aðstæðum tengdum því. Íslenskt hugvit og íslensk […]

Ljósmyndadagar

Ljósmyndadagar fara fram 9. – 12. febrúar og verður fjölbreytt dagskrá í boði.  Ljósmyndasýningar verða settar upp í miðbænum eins og á Lækjartorgi, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbíói og Sundhöll Reykjavíkur. Ljósmyndasýning í boði ljósmyndahátíðarinnar Voies Off, sem haldin er í Arles í Frakklandi, verður á Kex hostel og mun listrænn stjórnandi hennar Christophe Laloi opna sýninguna. […]

Bergmál / Echo

Í Bergmáli, sem nú er til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, bræðast saman verk tveggja kvenna; Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen. Sonja kemur frá Bandaríkjunum en þær námu báðar við San Francisco Art Institute og útskrifuðust samtímis árið 2004. „Viðfangsefnið er tíminn og endurbirting hins liðna og má segja að titillinn vísi ekki aðeins til […]