Skip to main content

Friðgeir Helgason með einkasýningu í Sco

Friðgeir Helgason verður með einkasýningu í Scott Edwards Gallery á hinni virtu ljósmyndahátíð Photo Nola í New Orleans. http://photonola.org/event/scott-edwards-gallery/ Sýningin opnar 14. desember og stendur til 5. apríl. Friðgeir sýnir verkefnið da parish – photographs of the st. bernard parish in louisiana Hér er hlekkur á heimasíðu Friðgeirs http://www.fridgeirhelgason.com/

Fyrirlestraröð Físl í Þjóðminjasafni Ísl

Félag íslenskra samtímaljósmyndara hefur boðið fræðimönnum og listamönnum að spjalla saman á hádegisfyrirlestraröð í Þjóðminjasafni Íslands í vetur. Með því að tefla saman fræðimönnum og listamönnum er það von okkar að við fáum líflegar og fræðandi umræður um ljósmyndina sem listmiðil. Á fimmtudaginn næstkomandi þann 18. október mun Dr. Hlynur Helgason lektor í listfræði við […]

Vatn – sýning

Vatn er umfjöllunarefni ljósmyndasýningar á plakötum sem hengd hafa verið upp í strætóskýlum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Að átakinu standa umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara en til þess er efnt í tilefni af evrópsku ári vatnsins. Plakötin prýða myndir eftir ljósmyndarana Báru Kristinsdóttur, Bjargeyju Ólafsdóttur, […]

Stefnumót við Einar Fal í Gerðubergi

Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20 er á dagskrá mánaðarlegt stefnumótakaffi í Gerðubergi. Á þessum kvöldum eiga gestir stefnumót við fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, gjarnan af framandi menningarsvæðum. Að þessu sinni mun Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segja frá ferðalögum sínum um heiminn í máli og myndum. Einar mun ræða um það hversu mikilvægt […]

Panora – fyrirlestraröð í Listasafni Ísl

Laugardaginn 3. mars hófst fyrirlestraröðin Panora – Listir, náttúra og stjórnmál, en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar dagana 2. mars – 6. maí. Á Panora verða fjölþætt tengsl myndlistar náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti vakið almenning til vitundar um umhverfismál og þá hvernig. […]

Einar Falur Ingólfsson sýnir í ASÍ

Skjól, sýning Einars Fals Ingólfssonar, opnar í Listasafni ASÍ á laugardaginn kemur, 10. mars, klukkan 15.00. Á sýningunni eru þrjár tengdar ljósmyndaraðir. Í Arinstofu eru Skjól, Griðastaðir í Ásmundarsal og Svörður í Gryfju. Öll verkin eru frá síðustu fjórum árum og þróðuðust sem persónuleg viðbrögð við bankahruni og aðstæðum tengdum því. Íslenskt hugvit og íslensk […]

Ljósmyndadagar

Ljósmyndadagar fara fram 9. – 12. febrúar og verður fjölbreytt dagskrá í boði.  Ljósmyndasýningar verða settar upp í miðbænum eins og á Lækjartorgi, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbíói og Sundhöll Reykjavíkur. Ljósmyndasýning í boði ljósmyndahátíðarinnar Voies Off, sem haldin er í Arles í Frakklandi, verður á Kex hostel og mun listrænn stjórnandi hennar Christophe Laloi opna sýninguna. […]