Rökkur er skyggnusýning sett saman af Katrínu Elvarsdóttur með myndum frá 7 meðlimum FÍSL: Spessa, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Einari Fal Ingólfssyni, Báru Kristinsdóttur, Katrínu Elvarsdóttur og Pétri Thomsen. Rökkur sendir áhorfandann í leyndardómsfullt ferðalag um íslenska sveit þar sem náttúran mætir hinu manngerða. Sýning myndanna fer fram laugardaginn 27. júní á Nuit des images í […]
Verksummerki í Ljósmyndasafni Reykjavíku
Verksummerki fjallar um það huglæga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndun okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Báru Kristinsdóttur, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Kristinu Petrošiutė og Skútu. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur sem […]
Warsaw Festival of Art Photography 2015
Félag íslenskra samtímaljósmyndara tekur þátt í risavaxinni ljósmyndahátíð í Varsjá, Póllandi. Síðastliðinn föstudag, 15. maí, hófst Warsaw Festival of Art Photography með pompi og prakt. FÍSL er aðalsamstarfsaðili hátíðarinnar þetta árið og sýna tíu fulltrúar Íslands verk sín á sex sýningum í galleríum í hinni sögufrægu borg. Inga Sólveig Friðjónsdóttir, formaður FÍSL, Spessi, Bjargey Ólafsdóttir […]
FÍSL er gestur Warsaw Festival of Art Ph
Þann 15. maí verður Warsaw Festival of Art Photography haldin í áttunda skipti og í þetta sinn er Ísland heiðursgestur hátíðarinnar. Tíu íslenskar ljósmyndarar sýna á hátíðinni, í þremur samsýningar og þremur einkasýningum. Samsýning Péturs Thomsen, Ingu Sólveigar Fridjónsdóttur, Spessa, Ingvars Högna Ragnarssonar, Einars Fals Ingólfssonar og Bjargeyjar Ólafsdóttur á landslagsmyndum, Relooking – Icelandic Landscape […]
Hvassast úti við sjóinn í Listasafni ASÍ
Laugardaginn 11. október kl. 15 opnar sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Hvassast úti við sjóinn, í Listasafni ASÍ. Sýningin samanstendur af fjórum verkum þar sem ljósmyndir, texti og fundið efni draga saman fram hljóðláta og gleymda fegurð hversdagsins. Sýningin stendur til 2. nóvember og safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og […]
Betur sjá augu – Sýning í Þjóðminjasafni
Ljósmyndun íslenskra kvenna er umfjöllunarefni sýningarinnar Betur sjá augu sem opnar samtímis í Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni verður að finna myndir íslenskra kvenljósmyndara frá seinni hluta 19. aldar til nútímans. Sýningin og bókin sem kemur út samhliða sýningunni, Betur sjá augu – ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013, byggja á rannsókn sem bæði söfnin […]