Skip to main content

Ljós norðursins / The Nordic Light

  Í tengslum við mánuð ljósmyndunar í Evrópu efnir The Gallery Swedish Photography ásamt norrænu sendiráðunum í Berlín til pallborðsumræðna um “Nordic Photography” eða norræna ljósmyndun. Katrín Elvarsdóttir tekur þátt í umræðunum ásamt Joakim Eskildsen (Danmörk), Riitta Päiväläinen, (Finnland) Nina Strand, (Noregur) Lars Tunbjörk, (Svíþjóð). Ljósið í norðrinu og áhrif þess á ljósmyndara á Norðurlöndunum […]

Fyrirlestraröð Físl í Þjóðminjasafni Ísl

Félag íslenskra samtímaljósmyndara hefur boðið fræðimönnum og listamönnum að spjalla saman á hádegisfyrirlestraröð í Þjóðminjasafni Íslands í vetur. Með því að tefla saman fræðimönnum og listamönnum er það von okkar að við fáum líflegar og fræðandi umræður um ljósmyndina sem listmiðil. Á fimmtudaginn næstkomandi þann 18. október mun Dr. Hlynur Helgason lektor í listfræði við […]

Charlotta Hauksdóttir sýnir á Voies Off

Laugardaginn næstkomandi sýnir Charlotta Hauksdóttir verk sitt Outlook, sem hún sýndi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í vetur, á Voies Off ljósmyndahátíðinni. Eins og áður sagði sýnir hún þar ásamt Katrínu Elvarsdóttur og tugum annarra listamanna frá Norðurlöndunum. Sýningin fer fram í Cour de l’Archevêché, Place de la République kl. 22.30, laugardaginn 7. júlí. Nánari upplýsingar hér: www.voies-off.com […]

Katrín Elvarsdóttir sýnir á Voies Off í

Á laugardaginn næstkomandi, þann 7. júlí, sýnir Katrín Elvarsdóttir verk sitt Of This World á Vois Off ljósmyndahátíðinni. Hún fer fram samhliða Arles-hátíðinni og mætti kalla hana alternatífa litla bróður hennar. Sýnir Katrín ásamt rúmlega 30 listamönnum frá Norðurlöndunum en bera Elina Heikka & Anna-Kaisa Rastenberger frá Ljósmyndasafni Finnlands (The Finnish Museum of Photography) ábyrgð […]

Pétur Thomsen sýnir á Arles

Í kvöld, 2. júlí, opnar sýning Péturs Thomsen sem hluti af hinni virtu Arles ljósmyndahátíð og stendur til 23. september. Sýningarstjórinn Jean-Luc Amand Fournier lýsir verkum hans meðal annars svo: „Pétur Thomsen shows us the edge of Hell. Industrial Romanticism – photos that lead us towards the sublime. But this is nature, stained, lacerated, clawed, and […]

Stefnumót við Einar Fal í Gerðubergi

Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20 er á dagskrá mánaðarlegt stefnumótakaffi í Gerðubergi. Á þessum kvöldum eiga gestir stefnumót við fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, gjarnan af framandi menningarsvæðum. Að þessu sinni mun Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segja frá ferðalögum sínum um heiminn í máli og myndum. Einar mun ræða um það hversu mikilvægt […]

Pétur Thomsen og Regin W. Dalsgaard hald

Laugardaginn 17. mars klukkan 13.00 í Listasafni Íslands munu Pétur Thomsen og hinn færeyski Regin W. Dalsgaard flytja fyrirlestra um verk sín, en eru þeir hluti af Panora fyrirlestraröðinni. Á síðu Panora segir: „Þeir Pétur og Dalsgaard eiga það sameiginlegt að fást við afar umdeild viðfangsefni sem tengjast náttúrunni en nálgast þau báðir með ákveðnu […]

Panora – fyrirlestraröð í Listasafni Ísl

Laugardaginn 3. mars hófst fyrirlestraröðin Panora – Listir, náttúra og stjórnmál, en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar dagana 2. mars – 6. maí. Á Panora verða fjölþætt tengsl myndlistar náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti vakið almenning til vitundar um umhverfismál og þá hvernig. […]