Sýningin Inner and Outer Landscapes opnaði þann 22. maí í Northern Photographic Centre í Oulu, Finnlandi, og stendur til 28. júní en hún hefur áður verið sett upp í Kaupmannahöfn og Bergen. Fimm ljósmyndarar frá Norðurlöndunum eiga ljósmyndir á sýningunni og er Ingvar Högni Ragnarsson meðal þeirra. Sýningarstjórn Inner and Outer Landscapes var í höndum […]
Warsaw Festival of Art Photography 2015
Félag íslenskra samtímaljósmyndara tekur þátt í risavaxinni ljósmyndahátíð í Varsjá, Póllandi. Síðastliðinn föstudag, 15. maí, hófst Warsaw Festival of Art Photography með pompi og prakt. FÍSL er aðalsamstarfsaðili hátíðarinnar þetta árið og sýna tíu fulltrúar Íslands verk sín á sex sýningum í galleríum í hinni sögufrægu borg. Inga Sólveig Friðjónsdóttir, formaður FÍSL, Spessi, Bjargey Ólafsdóttir […]
FÍSL er gestur Warsaw Festival of Art Ph
Þann 15. maí verður Warsaw Festival of Art Photography haldin í áttunda skipti og í þetta sinn er Ísland heiðursgestur hátíðarinnar. Tíu íslenskar ljósmyndarar sýna á hátíðinni, í þremur samsýningar og þremur einkasýningum. Samsýning Péturs Thomsen, Ingu Sólveigar Fridjónsdóttur, Spessa, Ingvars Högna Ragnarssonar, Einars Fals Ingólfssonar og Bjargeyjar Ólafsdóttur á landslagsmyndum, Relooking – Icelandic Landscape […]
Verkstæðið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Bára Kristinsdóttir sýnir nú í Kubbnum, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, ljósmynda- og vídeóverkið Verkstæðið. Verkið gefur innsýn í líf tveggja eldri manna á nælonhúðunar verkstæði í útjaðri Reykjavíkur á síðustu tveimur árum. Áður voru á vinnustaðnum blómleg viðskipti þar sem unnið var handvirkt upp á gamla mátann. Nútímatækni hóf hins vegar aldrei innreið sína í fyrirtækið og […]
Sýn á virkni þrívíðra rýma í tvívíðum mi
Sýning Ívars Brynjólfssonar Sýn á virkni þrívíðra rýma í tvívíðum miðli opnaði þann 11. apríl í Ásmundarsal Listasafns ASÍ. Sýningin hefur vakið hrifningu gesta og mælum við með því að sem flestir skundi á Freyjugötuna áður en sýningunni lýkur 3. maí. Frítt er inn á safnið og opið er frá 13:00 til 17:00 alla daga […]
Iceland Defence Force – bók og sýning
Mannlaus herstöð á Miðnesheiði, framandi amerískt þorp á Íslandi. Bragi Þór Jósefsson myndaði varnarliðssvæðið eftir að bandaríski herinn fór af landi brott árið 2006 eftir 55 ára veru en áður en Íslendingar tóku við svæðinu og gæddu það nýju en öðruvísi lífi. Nú stendur yfir sýningin Varnarliðið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með myndum Braga en samhliða […]
Sögur frá Reykjavík í Kubbnum
Í janúar opnaði Þórdís Erla Ágústsdóttir í Kubbnum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýninguna Sögur frá Reykjavík í Kubbnum en serán er hluti af langtímaverkefni Þórdísar Erlu, Heima hjá Íslendingum, sem hófst fyrir nokkrum árum. Segir um sýninguna á síðu safnsins: „Myndaröðin gefur innsýn í íslensk heimili og er tilkomin vegna löngunar ljósmyndarans til að búa til […]
Íbúð 5 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Sýning Maríu Kristínar Steinsson, Íbúð 5, opnar í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 11. desember, og stendur til 3. febrúar. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem eru hluti af samnefndu verkefni. Myndirnar eru teknar á löngum lýsingartíma og fanga athöfn í heild sinni meðan hún á sér stað fyrir framan myndavélina. Með síendurteknum […]