Skip to main content

Fréttir / News

Katrín Elvarsdóttir sýnir á Voies Off í

Á laugardaginn næstkomandi, þann 7. júlí, sýnir Katrín Elvarsdóttir verk sitt Of This World á Vois Off ljósmyndahátíðinni. Hún fer fram samhliða Arles-hátíðinni og mætti kalla hana alternatífa litla bróður hennar. Sýnir Katrín ásamt rúmlega 30 listamönnum frá Norðurlöndunum en bera Elina Heikka & Anna-Kaisa Rastenberger frá Ljósmyndasafni Finnlands (The Finnish Museum of Photography) ábyrgð […]

Pétur Thomsen sýnir á Arles

Í kvöld, 2. júlí, opnar sýning Péturs Thomsen sem hluti af hinni virtu Arles ljósmyndahátíð og stendur til 23. september. Sýningarstjórinn Jean-Luc Amand Fournier lýsir verkum hans meðal annars svo: „Pétur Thomsen shows us the edge of Hell. Industrial Romanticism – photos that lead us towards the sublime. But this is nature, stained, lacerated, clawed, and […]

Vatn – sýning

Vatn er umfjöllunarefni ljósmyndasýningar á plakötum sem hengd hafa verið upp í strætóskýlum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Að átakinu standa umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara en til þess er efnt í tilefni af evrópsku ári vatnsins. Plakötin prýða myndir eftir ljósmyndarana Báru Kristinsdóttur, Bjargeyju Ólafsdóttur, […]

Stefnumót við Einar Fal í Gerðubergi

Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20 er á dagskrá mánaðarlegt stefnumótakaffi í Gerðubergi. Á þessum kvöldum eiga gestir stefnumót við fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, gjarnan af framandi menningarsvæðum. Að þessu sinni mun Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segja frá ferðalögum sínum um heiminn í máli og myndum. Einar mun ræða um það hversu mikilvægt […]

Pétur Thomsen og Regin W. Dalsgaard hald

Laugardaginn 17. mars klukkan 13.00 í Listasafni Íslands munu Pétur Thomsen og hinn færeyski Regin W. Dalsgaard flytja fyrirlestra um verk sín, en eru þeir hluti af Panora fyrirlestraröðinni. Á síðu Panora segir: „Þeir Pétur og Dalsgaard eiga það sameiginlegt að fást við afar umdeild viðfangsefni sem tengjast náttúrunni en nálgast þau báðir með ákveðnu […]

Panora – fyrirlestraröð í Listasafni Ísl

Laugardaginn 3. mars hófst fyrirlestraröðin Panora – Listir, náttúra og stjórnmál, en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar dagana 2. mars – 6. maí. Á Panora verða fjölþætt tengsl myndlistar náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti vakið almenning til vitundar um umhverfismál og þá hvernig. […]

Einar Falur Ingólfsson sýnir í ASÍ

Skjól, sýning Einars Fals Ingólfssonar, opnar í Listasafni ASÍ á laugardaginn kemur, 10. mars, klukkan 15.00. Á sýningunni eru þrjár tengdar ljósmyndaraðir. Í Arinstofu eru Skjól, Griðastaðir í Ásmundarsal og Svörður í Gryfju. Öll verkin eru frá síðustu fjórum árum og þróðuðust sem persónuleg viðbrögð við bankahruni og aðstæðum tengdum því. Íslenskt hugvit og íslensk […]