Skip to main content

Fréttir / News

Listheimspekilegar vangaveltur um vegame...

Í hádeginu föstudaginn 6. September 2013 gefst einstakt tækifæri að hlýða á listamannaspjall um sýningu Spessa, nafnlaus hestur. Spessi mun þar ásamt Einari Kárasyni rithöfundi og Jóni Proppé listheimspekingi, tala um tilurð sýningarinnar. Mun þríeykið skoða vegamenninguna út frá Djöflaeyjunni og áhrifum skrifa Jack Kerouac og upplifun sinni á Amerískri menningu. En allir hafa þeir […]

FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures f

Á fimmtudaginn opnar sýningin FRONTIERS OF ANOTHER NATURE – Pictures from Iceland í Gallery Hippolyte í Helsinki. Sýnendur eru Katrín Elvarsdóttir, Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Spessi og Pétur Thomsen. Um sýninguna segir meðal annars að í henni verði fjallað íslenskt landslag á nýjan hátt en hin klassíska framsetning á því látin […]

Nafnlaus hestur á Listahátíð

Spessi sýnir verkið Nafnlaus hestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Listahátíð. Verkið samanstendur af portrettmyndum af mótorhjólaköppum sem Spessi tók á tímabilinu 2011 – 2012 í nokkrum fátækustu ríkjum Bandaríkjanna: Kansas, Arkansas, Tennessee, Mississippi, og Louisiana. „Sýningin er öðrum þræði eins konar dagbók um ferðalög mín í félagsskap þeirra, um vinina sem ég eignaðist og allt […]

Sögustaðir í New York

Sýning Einars Fals Ingólfssonar Sögustaðir eða Saga Sites í Scandinavia House í New York hefur hlotið lofsamlega gagnrýni miðla vestanhafs. Í verkinu teflir Einar Falur saman vatnslitamyndum sem W. G. Collingwood vann á Íslandi árið 1897 og eigin ljósmyndum sem hann tók á árunum 2007-2009. Er þessi sýning stærri útgáfa af þeirri sem var sett […]

Ljós norðursins / The Nordic Light

  Í tengslum við mánuð ljósmyndunar í Evrópu efnir The Gallery Swedish Photography ásamt norrænu sendiráðunum í Berlín til pallborðsumræðna um “Nordic Photography” eða norræna ljósmyndun. Katrín Elvarsdóttir tekur þátt í umræðunum ásamt Joakim Eskildsen (Danmörk), Riitta Päiväläinen, (Finnland) Nina Strand, (Noregur) Lars Tunbjörk, (Svíþjóð). Ljósið í norðrinu og áhrif þess á ljósmyndara á Norðurlöndunum […]

Fyrirlestraröð Físl í Þjóðminjasafni Ísl

Félag íslenskra samtímaljósmyndara hefur boðið fræðimönnum og listamönnum að spjalla saman á hádegisfyrirlestraröð í Þjóðminjasafni Íslands í vetur. Með því að tefla saman fræðimönnum og listamönnum er það von okkar að við fáum líflegar og fræðandi umræður um ljósmyndina sem listmiðil. Á fimmtudaginn næstkomandi þann 18. október mun Dr. Hlynur Helgason lektor í listfræði við […]

Charlotta Hauksdóttir sýnir á Voies Off

Laugardaginn næstkomandi sýnir Charlotta Hauksdóttir verk sitt Outlook, sem hún sýndi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í vetur, á Voies Off ljósmyndahátíðinni. Eins og áður sagði sýnir hún þar ásamt Katrínu Elvarsdóttur og tugum annarra listamanna frá Norðurlöndunum. Sýningin fer fram í Cour de l’Archevêché, Place de la République kl. 22.30, laugardaginn 7. júlí. Nánari upplýsingar hér: www.voies-off.com […]